1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Page 38
1. MAÍ
34
stund: „Ég er Marxistasvín og hefi
baknagaS þjóðernishreyfinguna". Á
tólfta degi fór hann að kvarta und-
an svæsnari og svæsnari höfuðverk.
Aðfaranótt 20. apríl fór Stefán P.
allt í einu að hlæja. Hláturinn stöðv-
aðist ekki. Hinir fangarnir 35, sem í
herberginu voru, gátu ekkert að-
hafst. Þeir gátu ekki hlegið með hon-
um. Herbergið var ramlega læst og
járngrindur fyrir gluggunum. Mað-
urinn hló látlaust í tvær klukkustund-
ir. Klukkan hálffimm um morgun-
inn hætti hann að hlæja. Hann var
dáinn.
í „Hamburger Anzeiger“ 24. apríl
stóð svohljóðandi dánartilkynning:
„Samkvæmt órannsakanlegum vilja
drottins andaðist af slysförum okkar
ástkæri sonur, bróðir, mágur og
bróðursonur Stefán P.......“
Sama dag gat að lesa í „Hamburg-
er Fremdenblatt“:
„Verkamaðurinn Stefán P. reyndi
í gær að flýja úr fangabúðunum við
W. Þar sem hann fékkst ekki til að
snúa aftur, þrátt fyrir þrítekna að-
vörun varðmannanna, var hann skot-
inn“.
Sólin hélt áfram að skína, börnin
léku sér. Foreldrar Stefáns þögðu.
En stúlkan skrifaði Hitler ríkiskanzl-
ara og sagði honum alla söguna.
Hún var dæmd í 9 mánaða fangelsi
fyrir ósannan söguburð.
Og núna, á þessari stundu, situr
hún í fangelsi.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
er málgagn Alþýðusambandsins.
Stuðningur við það er stuðningur
við hagsmuni alþýðunnar.
Verkamaðurinn
og 1. maí.
Verkamaðurinn hefir gert 1. maí
að útbreiðsludegi jafnaðarstefnunnar,
1. maí var í fyrstu af verkamönn-
um ákveðinn frídagur, sem notaður
var til þess að krefjast lögfestingar á
8 stunda vinnudegi.
í dag er enn ein af aðalkröfunum
stytting vinnudagsins. En kröfurnar
hafa aukizt eftir því sem vélamenn-
ingin hefir þróazt, því hver ný vél
skapar aukið atvinnuleysi og eymd í
þjóðfélagi einstaklingshyggjunnar •—
auðvaldsskipulaginu.
Þess vegna hefir vélamenningin
orðið til þess að kröfur alþýðunnar
hafa aukizt; hún heimtar, að hver
vél, sem kemur í stað handar, verði
til þess að auka velmegun fjöldans.
í dag er höfuðkrafa alþýðunnar í
öllum löndum, að auðvaldsskipulagið
víki, en skipulag jafnaðarstefnunnar
ríki.
Skipulag auðvaldsins hefir sýnt, að
því fylgir atvinnuleysi og allsleysi
fyrir fjöldann, og þeir, sem hafa
vinnu, vinna aðeins að því, að skapa
meiri tekjur, meiri arð og auknar
eignir handa einstaklingi, sem svo
notar arðinn af vinnunni til þess að
kaupa vélar, sem svifta svo marga af
þeim, er áður höfðu atvinnu, til þess
að arðurinn til hans geti orðið enn
meiri.
Krafa alþýðunnar er jafnaðarstefn-
an í framkvæmd, en það þýðir vinnu
handa öllum, og að arðurinn af vinnu
hvers einstaklings verði notaður til
þess að bæta kjör og aðbúnað fjöld-