1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Blaðsíða 46

1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Blaðsíða 46
1. MAl 42 — Ég tek hann samt fastan, sagði hann og benti þeim, sem næstir voru að ganga að dyrunum. Þá brá Jóhannes hnefanum á loft og hrópaði til fólksins. — Hreppstjórinn veit ekki hvað það er að vera kúgaður undir byssu- kjöftum, liggja undir svipum harð- stjórans, vera þrælkaður af blóð- sugum einvaldsdrottnanna. — En það 'veit einn og sérhver smælingi undir- okaðrar þjóðar, sem hefir allt sitt líf þráð frelsið, eins og sólarljósið. Það veit Finnlendingurinn, vinur minn, se'm er hér uppi á loftinu. Ég veit, að hann hefir tekið þátt í sam- særi gegn keisaranum. En ég stend með honum samt. Mig varðar ekkert um zarinn í Rússlandi. Hann heldur knýttum hnefa harðstjórans yfir höfði alþýðunnar í föðurlandi Finnans. En Finninn er ekki meiri glæpamaður en hver okkar hinna gæti orðið við kjör þjóðar hans. Hann skal verða frjáls hér. Yið stöndum með hinum kúgaða. Það kom hreyfing á fólkið. — Allir, kallaði ungur maður í hópnum. Þá skerpti hreppstjórinn að sér og skipaði mönnum sínum að ryðjast inn í húsið. En nú fjarlægðust menn hreppstjórann, allir nema tveir menn, " sem gengu að Jóhannesi. — Þið hafið víst aldrei étið æðar- kollukjöt, sagði Jóhannes storkandi og spyrndi hnénu móti mönnunum. Þeir hikuðu við árásina. — Inn í húsið, skipaði hreppstjór- inn og benti fleirum að koma. En Jóhannes hrópaði aftur til fólksins: — Er það vilji ykkar, að ég sleppi Finnlendingnum í hendur fjandmann- anna, — þessum manni, sem hefir lagt líf sitt að veði til þess að berjast gegn yfirgangi erlendrar þjóðar og erlendra böðla. Finnska alþýðan er undirokuð af blóðþyrstum harðstjór- um, en zarinn í Rússlandi fjölgar gimsteinum í kórónudjásn sitt. Yiljið þið standa með manni, sem berst sömu baráttu og íslenzk alþýða hefir barizt, undir merki beztu sona sinna, á undanförnum öldum, gegn erlend- um kúgurum. Hefir ekki Brimarhólmsvist vofað yfir varnarlausum íslenzkum alþýðu- mönnum, sem hafa gerst brotlegir við vitlaus og svívirðileg lög. Hafa ekki íslenzkir alþýðumenn verið bundnir við staur og kaghýddir fyrir það, að þeir fylgdu ekki út í yztu æsar fyrir- skipunum samvizkulausra svíðinga. Eigum við að verða þeir blóðníðingar að ofurselja þennan finnska alþýðu- mann í hendur böðlanna, sem munu láta hlekkina nísta hold hans inn að beini, ef þeir fá hendur í hári hans. Ég segi nei, — við gerum það aldrei, Við stöndum saman og verndum hinn kúgaða. Þá heyrðust háværar raddir frá fólkinu, fleiri og fleiri, hærri og ákveðnari: — Allir með Jóhannesi, — allir með Jóhannesi, — allir móti kúgun og ranglæti. Elías hreppstjóri heyrði, að fólkið var æst; þó beið hann þrákelkinn á svipinn og virtist ætla að láta fólkið jafna sig. En þá gekk roskinn maður úr hópn- um fast að honum og sagði hátt: — Þú skrifar þetta á ábyrgð okk- ar allra með Jóhannesi. Hingað hefir enginn sakamaður komið. Skrifaðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

1. maí - Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.