1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Page 51
47
1. MAÍ
ir honum er borin kærleiksrík um-
hyggja á stóra heimilinu — ríkinu ■—
og þá mun á móti koma vaxandi til-
finning fyrir ábyrgð og skyldum. Þá
vex einnig tilfinningin fyrir frelsi voru
og sjálfstæði samhliða vakandi föð-
urlandsást“.
Utanríkisráðherra Norðmanna, al-
þýðuflokksmaðurinn Halfdan Koht,
hefir sagt:
„Sá Norðmaður, sem í dag vill í
sannleika vera þjóðlegur, verður að
gerast virkur í baráttunni fyrir sósíal-
ismanum, sem er voldugasta viðreisn-
ar- og sameiningarhugsjón þjóðarinn-
ar“.
Yið getum tekið undir þessi orð
prófessors Halfdan Kohts, í þeim er
fólginn djúpur sannleikur. Ib Kol-
björn segir:
„Þjóðernisleg hugsun og viðreisn er
fólgin í sósíalismanum, af því að hann
felur í sér kröfuna um fjárhagslega
samábyrgð þjóðarinnar.
Baráttan milli stéttanna er óhjá-
kvæmilegur, sögulegur þáttur. Al-
þýðuflokkurinn vill binda enda á
þessa baráttu með því að skapa stétt-
laust þjóðfélag. Þeir, sem hafa mest-
ar mætur á því að kalla sig þjóð-
holla, hafa skapað og skapa klofn-
inginn í þjóðfélaginu (stéttamismun-
inn), og með því hindra þeir, að sönn
þjóðernistilfinning nái heilbrigðum og
eðlilegum þroska“.
Og enn segir hann:
„Það má ekki nota þjóðernistil-
finninguna til þess að viðhalda fjár-
hagslegum sérréttindum, jafnhliða því,
sem þeim blekkingum er haldið fram,
að félagsleg hagsmunabarátta sé til-
búið kænskubragð Alþýðuflokksins.
Heilbrigðri föðurlandsást verður
ekki fullnægt með söngvum um feg-
urð landsins, eða dáðir fornra vík-
inga, en ávöxtur hennar er umhyggja
fyrir velferð lands og þjóðar — en
ekki krafa um byssur og hermenn".
(Hér á landi krafa um varalögreglu
yfirstéttarinnar).
Takmark Alþýðuflokksins og hlut-
verk han« er að skanu lffvænieg kjör
fyrir íslenzka alþýðu, íslenzka þjóð,
á þann hátt að fátækur almenningur
— sem af forréttindafólkinu er ekki
talinn með, þegar það talar um þjóð-
ina — finni, að landið er hans, að
þjóðin, það er vinnandi fólkið, en ekki
aðeins iðjulausu arðsugurnar í íhalds-
flokkunum.
Alþýðuflokkurinn íslenzki vill skapa
ísland fyrir alþýðuna, með því að ala
„heilbrigða sál í hraustum líkama“
hjá hverjum einasta alþýðumanni og
konu til sjávar og sveita.
Alþýðuflokknum er ljóst, að heil-
brigð þjóðernistilfinning og föður-
landsást byggist á því, að gæði lands-
ins séu nytjuð til hagsbóta fyrir
heildina, en ekki með hagsmuni fá-
mennrar klíku fyrir augum. í sam-
ræmi við það heyir hann baráttu sína
gegn íhaldi og einræði.
Hver þjóðhollur alþýðumaður og
kona mun leggja þeirri baráttu Al-
þýðuflokksins lið sitt.
Guðjón B. Baldvinsson.
LeiSrétting. í greininni um bygg-
ingu Alþýðuhússins stendur á bls. 14,
að húsið sé byggt austan Ingólfsstræt-
is, en á auðvitað að vera vestan.