1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Blaðsíða 51

1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Blaðsíða 51
47 1. MAÍ ir honum er borin kærleiksrík um- hyggja á stóra heimilinu — ríkinu ■— og þá mun á móti koma vaxandi til- finning fyrir ábyrgð og skyldum. Þá vex einnig tilfinningin fyrir frelsi voru og sjálfstæði samhliða vakandi föð- urlandsást“. Utanríkisráðherra Norðmanna, al- þýðuflokksmaðurinn Halfdan Koht, hefir sagt: „Sá Norðmaður, sem í dag vill í sannleika vera þjóðlegur, verður að gerast virkur í baráttunni fyrir sósíal- ismanum, sem er voldugasta viðreisn- ar- og sameiningarhugsjón þjóðarinn- ar“. Yið getum tekið undir þessi orð prófessors Halfdan Kohts, í þeim er fólginn djúpur sannleikur. Ib Kol- björn segir: „Þjóðernisleg hugsun og viðreisn er fólgin í sósíalismanum, af því að hann felur í sér kröfuna um fjárhagslega samábyrgð þjóðarinnar. Baráttan milli stéttanna er óhjá- kvæmilegur, sögulegur þáttur. Al- þýðuflokkurinn vill binda enda á þessa baráttu með því að skapa stétt- laust þjóðfélag. Þeir, sem hafa mest- ar mætur á því að kalla sig þjóð- holla, hafa skapað og skapa klofn- inginn í þjóðfélaginu (stéttamismun- inn), og með því hindra þeir, að sönn þjóðernistilfinning nái heilbrigðum og eðlilegum þroska“. Og enn segir hann: „Það má ekki nota þjóðernistil- finninguna til þess að viðhalda fjár- hagslegum sérréttindum, jafnhliða því, sem þeim blekkingum er haldið fram, að félagsleg hagsmunabarátta sé til- búið kænskubragð Alþýðuflokksins. Heilbrigðri föðurlandsást verður ekki fullnægt með söngvum um feg- urð landsins, eða dáðir fornra vík- inga, en ávöxtur hennar er umhyggja fyrir velferð lands og þjóðar — en ekki krafa um byssur og hermenn". (Hér á landi krafa um varalögreglu yfirstéttarinnar). Takmark Alþýðuflokksins og hlut- verk han« er að skanu lffvænieg kjör fyrir íslenzka alþýðu, íslenzka þjóð, á þann hátt að fátækur almenningur — sem af forréttindafólkinu er ekki talinn með, þegar það talar um þjóð- ina — finni, að landið er hans, að þjóðin, það er vinnandi fólkið, en ekki aðeins iðjulausu arðsugurnar í íhalds- flokkunum. Alþýðuflokkurinn íslenzki vill skapa ísland fyrir alþýðuna, með því að ala „heilbrigða sál í hraustum líkama“ hjá hverjum einasta alþýðumanni og konu til sjávar og sveita. Alþýðuflokknum er ljóst, að heil- brigð þjóðernistilfinning og föður- landsást byggist á því, að gæði lands- ins séu nytjuð til hagsbóta fyrir heildina, en ekki með hagsmuni fá- mennrar klíku fyrir augum. í sam- ræmi við það heyir hann baráttu sína gegn íhaldi og einræði. Hver þjóðhollur alþýðumaður og kona mun leggja þeirri baráttu Al- þýðuflokksins lið sitt. Guðjón B. Baldvinsson. LeiSrétting. í greininni um bygg- ingu Alþýðuhússins stendur á bls. 14, að húsið sé byggt austan Ingólfsstræt- is, en á auðvitað að vera vestan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

1. maí - Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.