Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1905, Page 96
68
fólki, sem þangað er komið, að hverfa austur aftur og
lielzt að nema lönd einhvers staðar í Norðvesturlandinu.
Og ekki fæ eg annað séð, en að það sé í efnalegu tilliti
íniklu affarasælla yíirleitt, enda líklegra með því móti, að
íslendingar fái haldið saman félagslega.
Mjög var mörgum þar vestur það mikið áhugamál,
að eitthvert verulegt lag gæti þar komist á með íslend-
ingum í kristilegu tilliti. Hugsa þeir menn allir til
kirkjufélagsins í þeim efnum og líta til þess að sjá um,
að sú lagfæring komist á. Reynslan hefir opnað augu
skynbærra manna fyrir því, að íslenzkir söfnuðir, sem
liér myndast, fái því að eins haldist við, að þeir standi í
sambandi við kirkjufélagið. Eg fullvissaði alla um, að
kirkjufélagið hefði opin augu fyrir þörfinni og mundi
leitast við að senda hæfan mann vestur eins fljótt og unt
væri. Eins og nú er ástatt er maðurinn því miður ekki
til. En hann kemur með tímanum, á því er enginn efi,
og ef til vill von bráðar. Surnir halda þvi fram, að það
sé ekki til nokkurs hlutar. Allur fjöldinn þar vilji eng-
um kristindómi sinna og margir séu ákveðnir prestahat-
arar. En eg styrktist í þeirri sannfæring við komu mína
vestur, að það er eklcert ómögulegra, að fá menn til að
•sinna kristindóminum þar vestur frá en annars staðar,
þar sem íslendingar hafa tekið sér bólfestu. Skilyrðið
fyrir því, að það geti tekist, er fyrst og fremst það, að
fcygðin'festist á ákveðnum stöðum og menn hætti að
1/varfla fram og aftur eða fara úr einum stað í annan. Þar
næst það, að einhver góður maður og vel hæfur fengist
tii að gjörast þar prestur og styðja að alls konar andleg-
um þrifum meðal fólksins. Það þarf að vera ötull maður
og einlægur, með hógværa lund og þolinmóða, með að-