Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1940, Side 22
22
ÖLAFUR S. THORGEIRSSON:
lífinu; hann var einn hinna mörgu, sem vinna í kyr*
hey þau störfin, er skyldan leggur þeim á herðar.
En hann skipaði rúm sitt með þeim hætti, að sómi
var sjálfum honum og ættstofni hans. Var það bæði,
að hann var góðum gáfum gæddur, atorkumaður og
hafði notið betri mentunar en alment var um ís-
lenzka sveitapilta á þeirri tíð.
Grímur var Eyfirðingur
eins og seinna nafn hans
bendir til, fæddur að Reistará
í Eyjafirði 2. febrúar 1869,
sonur þeirra Sigurðar Sig-
urðssonar bónda og Margrét-
ar konu hans, er þar bjuggu.
Hann var ungur settur til
menta og stundaði nám á
Möðruvallaskólanum alkunna;
vai’ð honum, eins og fleiri
Möðruvellingum, lærdómurinn
þaðan haldgott veganesti og
góð undirstaða fjarskylds lífs-
starfs á erlendum vettvangi.
Að loknu námi var Grímur barnakennari í sveit
sinni um nokkurra ára skeið, en fluttist til Canada
árið 1893, þá nær hálf-þrítugur. Framan af árum
hér veistra vann hann að kenslustörfum, fyrst sem
heimiliskennari meðal landa sinna, en síðar á al-
þýðuskólum. Að þeim tíma liðnum varð hann starfs-
maður Þjóðbrautakerfisins Canadiska (Ganadian
National Railways) og var samfleytt í þjónustu
þess í 38 ár, fram til ársims 1936, er honum var veitt
lausn frá embætti sínu með eftirlaunum. Hann
gegndi ábyrgðarstöðum hjá járnbrautarfélaginu og
vann sér ágætisorð fyrir starf sitt í þágu þess.
Stuttu eftir að hann fluttist vestur um haf
kvæntist Grímur Sveinbjörgu Ólafíu Pétursdóttur