Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1940, Side 86
86
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
5. júlí—Með stórtíðindum þessa árs, má efa-
laust telja athöfn þá, sem fram fór í Royal Alex-
andra hótel hér í borg, þegar Thor Thors fyrir hönd
íslands, sæmdi stóran hóp íslendinga heiðursmerki
fálkaorðunnar íslenzku. Mun þessu alment hafa
verið fagnað af öllum hér vestra, sem órækur vottur
um hlýhug og bræðraþel heimaþjóðarinnar til vor
Vestur-íslendinga.
7. ágúst—íslendingadagurinn var haldinn á
sama stað og undanfarin ár. Þetta var 50 ára af-
mælisdagurinn. Tveir ágætir íslendingar heiman
að voru þar heiðursgestir, þeir Vilhjálmur Thor og
A. G. Eylands. Góð var þar skemtun og aðsókn
ágæt.
22. ágúst—Kai’lakór íslendinga frá N. Dakota,
undir stjórn Ragnar H. Ragnar, syngur á 50 ára
afmælishátíð N. Dakota, sem haldin var í Bismarck,
og vekur aðdáun allra.
Ágúst—Wilhelmína Jónsson, íslenzk istúlka að
Gimli, hlýtur $650 dala námsstyrk við Manitoba-
háskólann fyrir ágæta frammistöðu í námi með
bréflegri kenslu, er í þessu fylki hefir farið fram
tvö síðastliðin ár.
23. okt.—Dr. Richard Beck sæmdur St. ólafs
orðunni, sem er eitt mesta heiðursmerkið, sem Norð-
menn hafa að bjóða.
6. nóv.—Karlakór íslendinga í Norður Dakota
kemur til Winnipeg og syngur þar við góða aðsókn
og mikið lof. Ragnar H. Ragnar æfði kórinn og
stjórnaði honum.
24. nóv.—Paul Bardal er í fimta sinn endur-
kosinn í bæjarráð Winnipeg borgar, með yfirgnæf-
andi atkvæðafjölda.