Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1940, Side 38
38 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
6. Barnasögur á dönsku, útg. í Kaupmanna-
höfn, 1938.
Auk þess átti hann allmiknin þátt í útgáfumál-
um Hins Ev. Lúterska Kirkjufélags hér vestra.
Árið 1918 skráði hann alla íslendinga hér í
bygðum (Argyle og S.-Cypress sveitum) jafnt þá
sem utan hans safnaðar stóðu, sem safnaðarfólk,
iét hann prenta eyðublöð með “loose-leaf” fyrir-
komulagi, notaði eitt blað fyrir hverja fjölskyldu,
skrifaði nafn hverrar persónu, fæðingardag og fæð-
ingarstað, hvenær flutt var frá íslandi og hvenær
hér var sezt að í bygðinni. Voru blöðin síðan inn-
fest í bók eftir stafrofsröð. Var það mikið verk og
hið þarfasta fyrir komandi tíðina. Var verk þetta
unnið með sömu vandvirkninni og snyrtimenskunni,
sem einkendi allan h'ans embættisferil. Bók þessi
er í eign prestakallsins hér, og ætti sízt af öllu að
glatast.
Séra Friðrik kvæntist 5. júlí árið 1900, Bentínu
Björnsdóttir, dóttur merkisbóndans Björns Gísla-
sonar að Búlandsnesi og Þórunnar Eiríksdóttir. —
Björn var sonur séra Gísla Auðunarsonar, bróðir
Björns Auðunarsonar Blöndals, sýslumanns er fyrst-
ur tók upp Blöndals nafnið. Þórunn var af Hoffels-
ættinni úr Hornafirði. Frú Bentína er fædd 1. júní
1878. Börn þeirra eru:
1. Ellen Marie, fædd 20. sept. 1901, að Útskál-
um, kona Knud Thomsen kaupmanns í Reykjavík.
2. Þóra Sólrún, fædd 24. ágúst 1902 að Útskál-
um, ekkja Ernest Miller, bankaritara í Winnipeg,
Man., sem dó 1937, hún á 2 syni, Frederick Ernest
Milier og Robert Anderson Miller. Dvelur nú á-
samt þeim í Reykjavík.
3. Hallgrímur Friðrik, fæddur 17. okt. 1905,
forstjóri fyrir “Hlutafélaginu Shell á ísl.”, kvænt-
ur Þorbjörgu Margrétu, dóttir Thor Jensen kaup-
manns. Þau eiga tvær dætur ungar, sem heita,