Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1940, Side 45
ALMANAK 1940
45
fundist andlegur skyldleiki milli þessa göfugmennis
fornaldarinnar og Sigbjörns.
Sigbirni farnaðist frábærlega vel í búskapnum,
bætti hann við sig jörðum, og varð fljótt vel efnum
búinn, húsaði bæ sinn vel og smekklega, og varð
eins og áður er sagt höfðingi sveitar sinnar. Sig-
björn var maður með háum hugsjónum, sem hátt
verðgildi lagði á andlega menningu, kostaði hann
kapps og lagði mikið í sölurnar að koma börnum
sínum til menta, náðu dætur hans flestar kennara
stöðu, og kendu lengri eða skemri tíma. Elzta dóttir
h'ans, Guðný, útskrifaðist af Gustafus Adolphus
mentaskólanum í St. Peter, Minn., og kendi hún við
æðri skóla svo árum skifti, eða þar til hún giftist.
f öllum félagsmálum sem snertu heill og velferð
bygðar sinnar tók hann mikinn ’þátt, og stóð þar
ætíð í broddi fylkingar, trúmaður var hann mikill
og einlægur og forgöngumaður í kirkjulegri starf-
semi síns umhverfis fram til hinstu stundar. Á
fyrstu árum stofnaði hann sunnudagaskóla og veitti
honum forstöðu með lífi og sál og um 15 ára skeið
var hann forseti Vesturheims safnaðar. Barna-
vinur var hann mikill og æskunni vildi hann innræta
hreina og heilbrigða trú og hollar lífsreglur. Hann
var af öllum vel metinn fyrir einlægni sína, áhuga,
dugnað og manndóm, hann var alvörumaður og siða-
vandur og,harður í horn að taka ef um mál var að
ræða, sem honum fanst miklu skifta, og lét hann þá
ekki hlut sinn. Var hann vel fær um að standa
framarlega, því hann var vel lesinn og fróður um
margt, vel máli farinn og rökfastur.
Öflugur stuðningsmaður var hann Hins Ev. Lút.
Kirkjufélags, og sat á þingum þess, sem fulltrúi
safnaðar síns, svo árum skifti, og var þar mikils
metinn. f almennum félagsmálum bygðar sinnar
tók hann mikinn þátt, hann var í stjórnarráði
Verzlunarfélags íslendinga þar í bygðinni, meðan