Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1940, Side 45

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1940, Side 45
ALMANAK 1940 45 fundist andlegur skyldleiki milli þessa göfugmennis fornaldarinnar og Sigbjörns. Sigbirni farnaðist frábærlega vel í búskapnum, bætti hann við sig jörðum, og varð fljótt vel efnum búinn, húsaði bæ sinn vel og smekklega, og varð eins og áður er sagt höfðingi sveitar sinnar. Sig- björn var maður með háum hugsjónum, sem hátt verðgildi lagði á andlega menningu, kostaði hann kapps og lagði mikið í sölurnar að koma börnum sínum til menta, náðu dætur hans flestar kennara stöðu, og kendu lengri eða skemri tíma. Elzta dóttir h'ans, Guðný, útskrifaðist af Gustafus Adolphus mentaskólanum í St. Peter, Minn., og kendi hún við æðri skóla svo árum skifti, eða þar til hún giftist. f öllum félagsmálum sem snertu heill og velferð bygðar sinnar tók hann mikinn ’þátt, og stóð þar ætíð í broddi fylkingar, trúmaður var hann mikill og einlægur og forgöngumaður í kirkjulegri starf- semi síns umhverfis fram til hinstu stundar. Á fyrstu árum stofnaði hann sunnudagaskóla og veitti honum forstöðu með lífi og sál og um 15 ára skeið var hann forseti Vesturheims safnaðar. Barna- vinur var hann mikill og æskunni vildi hann innræta hreina og heilbrigða trú og hollar lífsreglur. Hann var af öllum vel metinn fyrir einlægni sína, áhuga, dugnað og manndóm, hann var alvörumaður og siða- vandur og,harður í horn að taka ef um mál var að ræða, sem honum fanst miklu skifta, og lét hann þá ekki hlut sinn. Var hann vel fær um að standa framarlega, því hann var vel lesinn og fróður um margt, vel máli farinn og rökfastur. Öflugur stuðningsmaður var hann Hins Ev. Lút. Kirkjufélags, og sat á þingum þess, sem fulltrúi safnaðar síns, svo árum skifti, og var þar mikils metinn. f almennum félagsmálum bygðar sinnar tók hann mikinn þátt, hann var í stjórnarráði Verzlunarfélags íslendinga þar í bygðinni, meðan
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.