Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1940, Side 58
58 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
1920, S.A.14 S. 23, 1-7 og notar það fyrir beitiland.
Þrjú mannvænleg börn eiga þau hjón: 1. Mar-
zilíu; 2. Benedikt Ingimundur; 3. Ólöf Júlía.
Gísli Árnason
(albróðir Ól. Árnasonar; sjá þátt hans)
Gísli var fæddur að Bakka í Vallhólmi, Skaga-
firði um 1850. Kona hans var Efemía Indriðadóttir
Gíslasonar frá Hvoli í Dalasýslu. Bjuggu þau hjón
fyrst á Bakka og fluttust þaðan vestur á land.
Gísli flutti vestur um haf árið 1890, en konan
varð eftir og kom aldrei til Ameríku. Er nú dáin.
Börn þeirra voru: 1. Margrét; 2. Ingibjörg og 3.
Indriði. Komust tvö af þeim til fullorðins ára. Nú
öll dáin.
Gísli settist fyrst að í grend við Akra, N. Dak.,
og vann þar á ýmsum stöðum, þar til árið 1912, að
hann fluttist hingað í bygð. Hér hafði hann heimili
eftir það og vann mest hjá þeim frændum sínum,
Árna sál. Ólafssyni og bræðrum hans. Síðast hafði
hann heimili hjá Ragnari Gillis og Salóme frænku
sinni. Haustið 1934 andaðist hann á spítala í Mor-
den. Gísli var bókhneigður maður og las mikið,
minnisgóður með afbrigðum, og var því gaman að
ræða við gamla manninn. Hann brá sér til íslands
1930 á þjóðhátíðina.
Ingimar Franklin Líndal
Ingimar er fæddur á Garðar, N. Dak., 17. des.
1888. Faðir hans var af skozkum ættum, en móðir
hans var Dýrfinna Tómasdóttir, ættuð úr Víðidal í
Húnavatnssýslu. Var Ingimar alinn upp af móður-
systur sinni Ingibjörgu og manni hennar, Jóni
Jónatanssyni Líndal, (er fyr meir bjuggu á Vatns-
horni í Kirkjuhvammshreppi í Húnvatnssýslu). Með