Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1940, Blaðsíða 73
ALMANAK 1940
73
félag og bygt samkomuhús í miðri bygðinni, á landi
Árna Sigurðssonar. Þar hafði íslenzkur grafreitur
einnig verið útmældur á sama landi. Samkomuhúsið
var nefnt “Mount Pleasant Hall” en í daglegu tali
þekkist það undir nafninu 1-6 hall.
Fyrsta framkvæmdarnefnd félagsins: T. J.
Gíslason, J. S. Gillis, T. 0. Sigurðsson, Árni Sigurðs-
som Gunnl. Árnason, Árni Tómasson og fl.
Góðtemplara stúka
var stofnsett 12. jan. 1914 af Arinbirni Bardal. —
Fyrstu embættismenn hennar voru: Fyrverandi
æðsti templar—Sigríður Ólafsson; Æðsti templar—
T. J. Gíslason; Vara æðsti templar—Rannveig Árna-
son; Kapilán—J. B. Johnson; Ritari—Árni Árnason;
Aðstoðarritari—Árni Tómasson; Fjármálaritari—
Ólína Árnason; Gjaldkeri—T. 0. Sigurðsson; Drótt-
seti—Oddný Gíslason; Aðst. dróttseti—Salóme Ól-
afsson; Innvörður—Halldór Ólafsson; Útvörður—
Ellis H. Helgason; Gæslumaður ungtemplara—Anna
Bergvinsson; Umboðsmaður stórstúkunnar—J. S.
Gillis. Starfaði stúkan fá ár en hætti svo.
Maple Leaf
Deild var stofnuð hér í bygð af Rauða Kross
félaginu 1917 og nefndist “Maple Leaf”. Voru þess-
ar konur í stjórnarnefndinni: forseti, Lovísa Gísla-
son; Ritari, Martha Holo; Féhirðir, Elísabet Ham-
mond. Um 40 meðilmi hafði deildin, þar af meira en
helmingur íslenzkar konur. Starfaði sú deild með-
an norðurálfustríðið stóð yfir, og lét margt gott af
sér leiða.
Þjóðræknisdeildin “fsland”
Skömmu eftir að Þjóði'æknisfélagið var stofn-
sett, gerðist Þorsteinn J. Gíslason forgöngumaður
þess í bygðinni og kom því til leiðar að all-margir
gengu í félagið 1919. Kom þeim svo saman um að