Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1940, Side 26
2G ÖLAFUR S. THORGEIRSSON:
blómabúi, því maðurinn er hygginn búmaður og dug-
legur. Haustið 1898 varð hann fyrir slysi sem nær
því kostaði h'ann lífið. Það var í þresking á búgarði
föður hans. Stjórnaði hann gufuvélinni og eitt sinn
er hann var að verki náði aðalmöndull vélarinnar í
hægri 'hönd hans og molaði hana svo af varð að taka
upp við öxl, hefir það verið honum hnekkir, en þó
hefir hann unnið flest verk eins vel og margir sem
tvær hendur hafa.
Tryggvi er skörulegur maður í sjón og í góðu
áliti manna á meðal. Hann situr nú í sveitarráði
Suður-Cypress sveitar. Hann er kvæntur Ólöfu
Siggeirsdóttir Þórðarsonar úr Borgarfjarðarsýslu,
fæddur á Hofsstöðum í Hálsasveit 1848, dáinn 1929
og konu hans Önnu Guðnýjar Stefánsdóttir Ólafs-
sonar bónda á Kalmanstungu, dáinn 1919. Móður
Önnu Guðnýjar en kona Stefáns var Ólöf Magnús-
dóttir. Þau Siggeir og Anna Guðný voru mestu
myndarhjón og vel látin. Þau fluttu til Vestur-
heims 1886.
Ólöf, kona Tryggva, er isystir Kolbeins Þórðar-
sonar (Thordarson) prentsmiðjustjóra í Seattle-
borg í Bandaríkjunum. Hún er fríð kona og hin
skörulegasta. Hún er fædd í Winnipeg 17. júní 1889.
Börn þeirra eru: 1. Elmer, fæddur 24. apríl
1914; 2. Stanley Skafti, fæddur 19. jan. 1917; 3.
Brian Herman Siggeir; 4. Allan; 5. Lloyd. Eru
þeir bræður efnilegir og líklegir til manns.
Páll Bjarni Paulson. Fæddur 26. maí 1896 að
Dundee í Alberta-fylki. Foreldrar hans voru: Árni
Jóhannes Pálsson Bjarnasonar frá Kömbum í Ljósa-
vatnsskarði og Guðbjörg Eyjólísdóttir Jónssonar
frá Geitdal í Skriðdal í Suður-Múlasýslu. Páll ólst
upp að mestu leyti í Glenboro, og hér innritaðist
hann í 78 herdeildina í Evrópu-stríðinu mikla 1914-