Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1940, Side 48
48 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
3. Kristjana Solveig, gift Sigurði Gunnlaug-
syni, bróðir Jóhanns, er næst er getið á undan. Hún
kendi áður en hún giftist. Þau bjuggu lengi nálægt
Clarkfield, (höfðu þeir bræður félagsbú, dugnaðar
menn og efnuðustu bændur þar um slóðir). Nú er
heimili þeirra í Mankato, Minn. Dr. Frederick
Gunnar, sonur þeirra, býr þar og stundar lækning-
ar. Hann er meðlimur í heilbrigðisráði ríkisins,
(State Board of Health). Christine dóttir þeirra er
nafnkunn söngkona, var hún um hríð á ítalíu og
vann mikinn orðstýr (operunafn hennar er “Leon-
ita Lanzoni’’). Hún kennir nú við kvennaskóla,
(Ladies’ Seminary) í Staunton, Virginia, fæðingar-
stað hins fræga og heimskunna hugsjónamanns og
Bandaríkja forseta, Woodrow Wilson. Hún syngur
einnig opinberlega við ýms tækifæri. Francis, önnur
dóttir þeirra er útskrifuð hjúkrunarkona og á heima
í Waterloo, Iowa.
4. Margrét Sigurbjörg, gift hérlendum (Mrs.
A. 0. Kompelien) býr í nágrenni við gamla heim-
ilið. Tvær elstu dætur þeirra stunduðu nám við St.
Olaf mentaskólann, þær lærðu báðar sönglist og
voru meðlimir hins nafnkunna söngflokks skólans,
og ferðuðust víða um Bandaríkin með honum.
5. Halldór B. Hofteig. Hann býr á föðurleifð-
inni. Hann er giftur Kristjönu Hallgrímsdóttir
Gottskálkssonar fyrrum bónda í Lincoln County.
Hjá þeim nutu gömlu hjónin elliáranna í rólegheit-
um, en síðustu tvör ár æfinnar var Sigbjörn hjá
Margrétu dóttir sinni. Halldór er góður bóndi og
gerði hann sér alt far um að foreldrum sínum liði
sem bezt síðasta áfangann.
6. Stefán S. Hofteig. Hann er tvígiftur. Fyrri
kona hans var Matthildur Westdal, hún dó ung.
Seinni kona hans er Margrét Björnsdóttir Bene-
diktssonar og búa þau nálægt Laurier, Man.