Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1940, Side 72
72 ÖLAFUR S. THORGEIRSSON:
Forsöngvari safnaðarins hefir jafnan verið J. S.
Gillis og organisti þar til Lovísa Gíslason kom í
bygðina, en síðan hefir hún gegnt þeim starfa.
Knattleikaflokkurinn
Næsti félagsskapur er til var stofnað af íslend-
ingum, var knattleikaflokkur (Baseball team).
Brautryðjendur þess félags munu hafa verið, Páll
Tómasson, Jónas bróðir hans, Sig. Ólafsson, Ragnar
Gillis, T. 0. Sigurðsson, Einar Sigurðsson og fleiri.
Fékk flokkurinn fljótt gott orð, og stóðust fáir
samkyns flokkar þeim snúning. Síðar bættust í hóp-
inn fleiri af þeim Ólafssons bræðrum er tímar liðu,
og þeirra synir, einnig synir Árna Tómassonar, J.
S. Gillis og fl. Er enp við líði allgóður flokkur í
bygðinni.
Lúðrasveit
Lúðrasveit var sett á laggirnar hér í kringum
1904 og var Guttormur skáld Guttormsson fenginn
til að æfa. Þessir íslendingar voru forkólfar þess
félags: Páll Tómasson, Sveinn Árnason, Gunnl. bróð-
ir hans, T. 0. Sigurðsson, Gísli Jóhannsson, Ragnar
Gillis, Sig. Ólafsson og ef til vill fleiri. Starfaði
hann nokkur ár en hætti svo.
Var það félag endurreist löngu síðar af
norskum manni, James Holo að nafni. Allmargir
íslendingar tóku þátt í því, t. d. Haldór Ólafsson og
bræður hans Ingvar og Vilhjálmur og Leonard
Helgason og fleiri. Er það félag nú hætt starfi.
Kvenfélagið “Fjallkonan”
var stofnað snemma á árum og starfaði með miklu
fjöri nokkur ár, en hætti svo, (engar upplýsingar
fáanlegar um stofnendur).
Samkomuhús
Framan af voru allar skemtanir t. d. dansar,
aðeins í heimahúsum. En 1908 var stofnað hluta-