Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1940, Side 79
TIL LANDNÁMSSÖGU ÍSLENDINGA
I YESTURHEIMI
Hinn fyrsti söguþáttur þessa efnis birtist í
Almanaki Ólafs Thorgeirssonar árið 1899, um land-
nám íslendinga í Nýja-fslandi, eftir Guðlaug Mag-
nússon. Síðan hefir Almanak þetta á ári hverju í
fjörutíu ár samflejtt, flutt söguþætti úr ýmsum
bygðum íslendinga vestan hafs, og er það nú orðinn
allmikill sagnabálkur. Virðist nú vel við eiga að
minnast fáeinum orðum á þetta safn og um leið
minnast mannsins, sem þetta Almanak á tilveru sína
að þakka, hanSi sem var útgefandi þess, eigandi og
ábyrgðarmaður, frá því það rit fyrst hóf göngu sína
og þar til fyrir tveim árum, að starfi hans var lokið
vor á meðal.
Ólafur Thorgeirsson var sagnaritari öllu öðru
fremur. Hann var eins og til þess kallaður, enda
varð það aðalstarf hans um æfina.
Hann var fæddur í hinu söguríka héraði Norð-
anlands, landnámi Helga hins magra. Fluttist ung-
ur vestur, og gerðist leiðandi maður í félagslífi ís-
lendinga hér vestra.
Hann sá það manna fyrstur að landnám fslend-
inga vestan h'afs var söguríkur viðburður og að
nauðsyn bar til að skilríkjum viðvíkjandi því land-
námi væri safnað, meðan landnáms abturðirnir væru
enn í fersku minni. Og með það fyrir augum, byrj-
aði hann á útgáfu Almanaksins.
Han lét sér frábærlega ant um að vanda sem
mest til þessara sagna, og valdi til þess menn sem