Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1940, Side 24
24 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
til metnaðar yfir að vera ættaður úr sömu sveit og
þeir.”
Helstu greinar Gríms birtust hér í Almanakinu:
“Með byssu og boga” (1937) og “Dýrasögur” (1939).
Eru þær mjög vel í stíl færðar og ritaðar af svo
glöggum skilningi á dýrum og þeirri þekkingu á
dýraveiðum, að auðséð er, að þaulreyndur veiði-
maður heldur þar á pennanum. f niðurlagi fyrri
greinarinnar hvetur höfundur til meiri loðdýra-
ræktar á íslandi, og þarf ekki miklum getum að því
að leiða, hvernig honum lá hugur til ættjarðarinnar.
Eins og allur þorri sona hennar og dætra hér í
Vestrinu vildi hann hag hennar og heill í hvívetna.
Jafnframt kunni hann einnig, eins og vera á,
að meta þann menningararf, er þessi álfa, hvort
sem er Canada eða Bandaríkin, bera á borð fyrir
fósturbörn sín og afkomendur þeirra. Gott dæmi
þess er hin gagnorða og fallega grein hans “Ræða
Lincolns hjá Gettysburg” hér í Almanakinu (1939).
Listrænt eðli greinarhöfundar hefir varnað því, að
hann færðist í fang að þýða þessa meistaralegu ræðu
Lincolns á íslenzku, og var það viturlega ráðið. En
aðdáun hans á Lincoln, málstað hans og hugsjónum
leynir sér ekki.
tw»
Saga Gríms Eyford er að vísu ekki stórbrotin.
En hún er eigi að síður frásagnarverð æfi þessa
bóndasonarins íslenzka, sem, eins og fjölmargir
aðrir íslenzkir stéttarbræður hans, ruddi sér braut
til sæmdar og trausts innan síns verkahrings hér á
erlendri grund. Og meðan sú saga endurtekur sig
meðal íslenzkra manna hérlendis, glatast hvorki
nafn kynstofnsins né sómi hans.