Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1940, Side 64
64 ÓLiAFUR S. THORGEIRSSON:
brá sér til íslands 1929 og kom til baka 1930.
Landnemi S.A.14 S. 19, 1-6 V.
Herdís Johnson
Herdís er fædd 28. sept. árið 1876 að Skarði á
Skarðsströnd í Dalasýslu. Foreldrar hennar voru
hjónin Ingimundur Guðmundsson og Guðný Guðna-
dóttir er síðar bjuggu í Galtardal á Fellsströnd og
víðar. Foreldrar Ingimundar voru hjónin Guðmund-
ur Jónsson smiður í Bessatungu í Saurbæ í Dala-
sýslu og fyrri kona hans Þórunn Finnsdóttir, ættuð
af Breiðafirði. Herdís kom vestur um haf árið 1893
og settist að í Garðar-bygð, N. Dak. 1. júlí árið
1895 gekk hún að eiga Guðjón Jónsson, Jóhannesson-
ar og Guðrúnar Magnúsdóttur frá Bræðrabrekku í
Bitru í Strandasýslu. Hafði Guðjón komið vestur
um haf árið 1885. Bjuggu þau Guðjón og Herdís í
grend við Garðar um fimm ára bil.
Á þeim árum kom Guðný móðir Herdísar vestur
um haf, hafði þá mist mann sinn á íslandi, dvaldi
hún hjá þeim eftir það. Haustið 1899 kom Guðjón
hingað í bygð, og keypti rétt á ofangreindu landi
af Þorsteini Laxdal er hafði fest rétt á því haustið
áður, en hætti svo við. Guðjón bygði kofa á land-
inu um haustið, og ætlaði svo að flytja á það næsta
vor en dó þann vetur. Næsta vor flutti svo Herdís
á það ásamt Guðnýju móður sinni og börnum sínum;
og hjá henni dvaldi Guðný til æfiloka (nær því níræð
er hún lézt). Herdís bjó á landinu með börnum
sínum um tuttugu og sex ár, og flutti síðan norður að
Manitoba vatni en seldi landið skömmu síðar, Þor-
steini J. Gíslason, og hefir Magnús sonur hennar
leigt það síðan af Þorsteini. En Herdís settist að
á Lundar og býr þar enn.
Mikið erfiði hefir það kostað Herdísi að setjast