Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1940, Side 54
54 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Jónatanssonar Líndals, og konu hans Ingibjargar
Soffíu Benediktsdóttur (sjá þátt Jónatans J. Líndal)
Arthur keypti N.AJ/i S. 19, 1-6V., af Árna
Tómassyni svila sínum 1907, hafði áður leigt það
eftir að hann giftist. Þar bjuggu þau Arthur og
Gróa, unz hann seldi landið og flutti til Sylvan, Man.,
hvar hann tók heimilisréttarland. Þar hefir hann
búið síðan. Hann hefir póstafgreiðslu á hendi.
Konu sína misti hann vorið 1925. Þau áttu sjö
börn: 1. James Jonathan Júlíus, giftur konu af ensk-
um ættum. Búsett í Winnipeg; 2. Henry Líndal,
giftur Sigríði Sigurðardóttir Finnsson í Víðirbygð.
Þau búa á landi Arthurs föður hans; 3. Oliver Har-
old, ógiftur; 4. Gústaf Stefán, dáinn 1917; 5. Ingi-
björg Helga, gift Halldóri Sigurðssyni Finnsson, bú-
sett í Víðir-bygð; 6. Gústaf Arthur, ogiftur; 7. Þor-
steinn Alfred, fóstraður upp af Höllu Jónsdóttur
Jónasson á Jaðri í Víðir-bygð.
Jósteinn Halldórsson
(albróðir Marzilíu konu Ingimundar Jónssonar,
sjá þá.tt Ingim. Jónssonar)
Jósteinn kom hingað 1907, ásamt tveim sonum
sínum, Halldóri og Sæmundi (var ekkjumaður).
Keypti Jósteinn verzlun og leigði húsið af þýzkum
manni, Júlíus Crushel að nafni, er hafði haft póstaf-
greiðslu á hendi á Brown, P.O., en flutti burt það ár.
Tók Jósteinn við pósthúsinu og hafði póstafgreiðsl-
una rúmt ár. Var það síðan flutt til Gunnlaugs
Árnasonar: Annaðist Jósteinn verzlunina þar til
hann haustið 1909 seldi T. J. Gíslason vörurnar og
flutti til Winnipeg.
Ingimundur Jónsson
Ingimundur er fæddur í Miðhúsum í Bitru í
Strandasýslu, 20. des. 1860. Foreldrar hans voru