Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1940, Side 44
44 ÖLAFUR S. THORGEIRSSON:
dóms og- metnaðar og óx hann fljótt í áliti sveitunga
■sinna og var kosinn bæði í hreppsnefnd og sýslu-
nefnd. 1878 flutti hann til Vesturheims. Erfiðar
kringumstæður voru það ekki sem knúðu hann vest-
ur um haf, eins og fjöldann af þeim, sem vestur
flutti, því h'onum farnaðist vel þessi fáu ár, sem
hann bjó á íslandi. En það kom að því að það
þurfti að húsa upp bæinn í Mýnesi, annaðhvort
varð hann nú að gera það eða flytja úr stað, svo
hann kastaði teningum og flutti vestur, óefað hefði
hann staðið í fremstu röð bænda heima eins og
hann gerði hér og farnast vel, því það er ekki hvar
maðurinn er, heldur hvað í honum býr, sem sker úr
því hvað úr honum verður í lífinu.
Allnokkur útflutningur hafði verið frá Austur-
landi árin undanfarin, og fóru flestir til Minnesota
og fylgdi hann straumnum þangað, og settist hann
að í íslenzku bygðinni í Minnesota og keypti hann
sér bújörð (160 ekrur af landi) í Lyon County norð-
austur frá Minneota bænum, var gjaldverðið $800,
fylgdi í kaupunum eitthvað af búpeningi. Borgaði
hann strax $600. og ekki leið á löngu þar til hann
hafði goldið að fullu. fslands saknaði hann, og
fyrst sá hann eftir skiftunum, en brátt sætti h'ann
sig við umhverfi og ástæður á vesturhveli hnattar.
Sigbjörn var spakur maður og forvitri um
margt. Þegar hann kom á hæðina þar sem hann
bygði í Minnesota, kannaðist hann við .staðinn, þó
hann hefði aldrei þar komið áður, hann sagði mér
sjálfur að hann hefði svo greinilega séð þennan
stað í svefni, sex árum áður en hann flutti frá fs-
landi. Óefað hefir h'önd forsjónarinnar leitt hann á
þennan stað, þar sem farsæld hans og frami var svo
mikill. Eins og hin sama hönd leiddi hinn foi*vitra
Ingimund gamla úr Noregi norður í Vatnsdalinn á
íslandi þvert á móti hans ásetning. Oft hefir mér