Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1940, Side 31
ALMANAK 1940
31
hér um tíma fyrir nær 40 árum síðan og vann við
iðn sína, fór hann vcn bráðar burtu og mun hafa
farið síðar vestur að hafi. Halldór Thórólfsson, hinn
nafnkunni söngmaður í Winnipeg,
var hér einnig skamma stund. Dr. Backman frá
Lundar settist hér að en fór von bráðar burtu aftur,
er hann nú í Winnipeg. Þá var Ágúst Einarason,
ættaður úr Þistilfirði hér oftar en einu sinni, og
stundum fyrir lengri tíma, hann er nú í Árborg. Og
fleiri mætti óefað nefna. Eiga þessir menn sína
sögu annarstaðar og verður þeirra ekki nánar getið
hér.
Á þessu yfirstandandi ári hafa eftirfylgjandi
flutt til Glenboro og sezt þar að:
1. Tryggvi Hannesson og kona hans, sem áður
voru í Watson, Sask. Hann hefir hér kvikmynda-
sýningahús og sýnir myndir tvisvar í viku, og hefir
góða aðsókn.
2. Ingólfur Sveinsson með konu sína og fjöl-
skyldu, hann var áður bóndi í Argyle-bygð. Hann
hefir mjög myndarlegan kjötmarkað í bænum.
Söguágrip þetta hefir verði skrifað á hlaupum
og í hjáverkum, og er eg þeim þakklátur sem hafa
leiðbeint mér og gefið mér upplýsingar. Hafa flest-
ir tekið mér vel og gefið mér þær upplýsingar isem
þeir gátu fúslega og með glöðu geði. Aðeins eru
það fáir sem hafa verið tregir að miðla af þekkingu
sinni, eða sem hafa beint neitað.