Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1940, Side 76
LEIÐRÉTTINGAR
á landnámsþáttum við Manitoba-vatn
Síðan eg ritaði þessa þætti, hefir mér verið bent i
á þessar villur:
1937, bls. 54 — Guðmundur Sigurðsson við
Reykjavík, P. 0., var aldrei við Narrows og fluttist
strax til Reykjavíkur þegar hann kom að heiman.
Ein 'af dætrum hans heitir Regína; nafn hennar
hefir óvart fallið úr.
1937, bls. 52 — Einn af sonum Guðmundar
Kjartanssonar heitir Þorsteinn Óskar, og er heima
hjá móður sinni. Nafn hans hefir einnig fallið úr.
1938, bls. 63 — Helgi Finnsson (ekki Tómasson)
á Steep Rock. Það hefir orðið undarlegur ruglingur
á um ættfærslu hans sem að sumu leyti mun mér
að kenna. En þessa leiðréttingu hef eg fengið frá
Einari Jónssyni á Steep Rock: Faðir Helga var
Guðm. B. Jónsson Einarsson frá Gufudal. Móðir
Helga var Margrét Bjarnadóttir Jónssonar frá Skelja-
vík í Strandasýslu. Helgi var fæddur á Gimli 28.
des. 1892, og ólst þar upp hjá foreldrum sínum, til
fullorðins ára, þar til hann flutti hingað í bygðina.
Hann nam land í 9—28—10 og bjó þar nokkur ár;
þaðan fluttist hann til Steep Rock 1911 og hefir
bygt sér þar hús, en vinnur hjá námufélagi. Hann
er kvæntur konu af þýzkum ættum. Þau eiga 4
börn: Doreen, Helga, Loraine og Franklin. Helgi er
atorku og dugnaðarmaður.
1938, bls. 62 — Þorsteinn Gíslason á einn son,
sem Kristkin heitir, sem ekki var talinn áður. Faðir