Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1940, Side 47
ALMANAK 1940
47
hann enn furðu hress, en að mestu farin að sjón.
Gekk hann fram fyrir þingheim á kirkju'þinginu í
Minneota og talaði til þingsins af krafti, mun það
hafa verið í síðasta sinni, sem hann ávarpaði kirkju-
þing. Alt þetta sýnir hve mikið andlegt og líkam-
legt þrek var í hann spunnið og hve vel hann fór með
sitt pund. Og enn átti hann nokkur ár að baki.
Það var ekki fyri en 5. jan. 1937 að ljósið brann út.
Hann hafði fótaferð til hins síðasta, og hann fékk
rólegt andlát. Kona hans dó 1. október 1933.
Steinunn kona Sigbjörns var af góðu fólki kom-
in og að verðleikum mikils metin. Hún átti sinn
stóra þátt í velgengni og menningarþroska fjöl-
skyldunnar, hún vann í kyrþey á heimilinu, gætti
bús og barna með dugnaði og skyldurækni, og mótaði
hugsanaferil barnanna og bjó þau undir lífið. Hún
var greind kona og heilbrigð í hugsun og anda. Þau
Sigbjörn og Steinunn eignuðust 10 börn, 3 dóu í
æsku á íslandi, einn drengur 6 ára gamall, varð undir
vagnhjóli og beið bana af um 1890. Sex eru enn á
lífi og eru þau hér talin:
1. Guðný; gift Jóhanni A. Josephson, bónda í
Lyon County, Minn. Guðný útskrifaðist af menta-
skólanum í St. Peter, Minn., og var kennari í nokkur
ár, hún er fríð kona og gáfuð, og hefir allmikið
látið til sín taka í opinberum málum. Börn þeirra
h'afa hlotið góða mentun, yngri sonur þeirra, Leifur,
hefir stundað nám við Minnesota háskólann og lagt
fyrir sig búnaðarfræði.
2. Guðríður, gift Jóhanni Gunnlaugsyni bónda
nálægt Clarkfield, Minn. Hún var kennari áður
hún giftist. Börn þeirra eru mörg og hafa notið
mentunar. Alice dóttir þeirra nam hjúkrunarfræði
í Minneapolis.