Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1940, Side 67
ALMANAK 1940
67
Martha, gift Magnúsi Jónssyni, búsett hér, (sjá
þátt Guðj. Jónssonar) ; 6. Lars, ógiftur, býr á föður-
leifð sinni; 7. Ólafur, ógiftur, féll á Frakklandi; 8.
James, giftur konu af norskum ættum, búsett í
Bandaríkjunum; 9. William, giftur konu af franskri
ætt, heimilisfang óþekt. — Eg hefi ekki talið börnin
upp hér eftir aldursröð, þar eð eg er ekki viss um
aldur þeirra.
Skólamál
Enginn skóli, eður skólahéruð höfðu verið stofn-
uð hér áður en íslendingar settust hér að. Var því
strax hafist handa í því máli og mun skólahérað hafa
verið stofnsett strax fyrsta sumarið í vesturparti
bygðarinnar og nefnt Líndals-skólahérað. Þessir
voru kosnir í fyrstu skólanefndina: Árni Tómasson,
Gunnar Einarsson og H. Johnson, enskur maður.
Var svo fljótlega bygður skóli, með sama nafni,
þ. e. Líndals skóli, en meðan á þeirri byggingu stóð,
var leigt prívat hús af þýzkum manni og þar byrjaði
Gísli G. Gíslason, (er síðar varð Dr. G. G. Gíslason í
Grand Forks, N. Dak., bróðir T. J. Gíslason), að
kenna. Tveir aðrir íslendingar hafa kent við þann
skóla, þær Salóme Halldórsson, fyrverandi kennari
við Jóns Bjarnasonar skóla í Winnipeg og nú þing-
maður fyrir St. George kjördæmi, og Kristjana Ingi-
mundardóttir Jónssonar, nú Mrs. Lillington, búsett
í Winnipeg, Man., (sjá þátt Ingim. Jónssonar).
Fyrir nokkrum árum brann skólahúsið, og var
endurreist en stækkað og bætt við það þrem bekkj-
um (grades 9—10—11), og síðan hafa verið, fyrst
tveir kennarar og síðar þrír, og var það framför sem
hafði allmikinn aukakostnað í för með sér, sérstak-
lega nú á kreppuárunum.
Nokkru eftir að Líndals-skólahérað var sett á