Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1940, Side 68
60 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
laggirnar, var annað skólahérað stofnað fyrir aust-
ur-bygðina og skóli bygður er nefnist. Elk Creek
skóli iog héraðið með sama nafni. Hverjir voru þar
fyrstir í skólanefnd er mér ókunnugt, en J. S. Gillis
hefir verið skrifari og féhirðir þess skólahéraðs frá
fyrstu tíð og er það enn. Fyrsti kennarinn þar var
Sveinn Árnason (landnemi hér, sjá þátt hans).
Einnig hafa þar kent þær: Ólína Árnadóttir Árna-
sonar (landnema hér, sjá þátt Á. Árnasonar), og
Rannveig Jónsdóttir Gillis, kona Vilhjálms Ólafs-
son, búsett hér.
Þriðja skólahéraðið var stofnað norðarlega í
bygðinni, og skóli bygður er nefnist Diamond skóli.
Fá íslenzk börn hafa á hann gengið, og einn íslend-
ingur verið kennari þar. Þórunn Árnadóttir Hall-
grímssonar Helgasonar (sjá þátt A. H. Helgason).
Póstmál og verzlunarmál
Ekkert pósthús var hér, né verzlun er íslending-
ar komu hingað fyrst. Morden var næsti verzlunar-
bærinn og _er hann um 14 mílur frá miðpunkti bygð-
arinnar, voru þá engar brautir og samgöngur því
erfiðar. Fyrst framan af tóku margir póst sinn i
Numedahl, N. Dak. Var þar pósthús og smábúð,
rétt sunnan línunnar og þægilegt fyrir suður- og
austur-bygðar fólk, meðan engar hömlur voru lagðar
á verzlunarviðskifti sunnan línunnar af Canada-
búum, en nú er þáð fyrir löngu aflagt, bæði búðin og
pósthúsið, enda ekki frjálst að verzla fyrir sunnan
línuna vegna tollmúranna, án þess að borga toll af
vörunum.
Þýzkur maður, að nafni Julius Krushel, setti
fyrstur upp dálitla búð, varð þá tíðrætt um að fá hér
póstafgreiðslu. Kom fyrst til orða, að nefna póst-
húsið Skálholt, en þá kom það upp að pósthús með
því nafni væri til á öðrum stað í Canada. Seinast