Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1940, Side 33
ALMANAK 1940
33
Á bls. 54, 11 línu er talið að Þorsteinn Jónsson
frá Hólmi í Argyle-bygð hafi numið N.V. Vé 32-9-13,
á að vera N.V. V4, 32-7-13.
Almanakið 1936
Á bls. 38 er sagt að G. J. Oleson hafi átt sæti í
sveitarstjórn S.-Cypress sveitar, en á að vera G. J.
ólafsson, hefir hann nú setið í sveitarráðinu í 14 ár.
Á bls. 39, 1. línu er Mrs. A. A. Anderson, en á
að vera Mrs. S. A. Anderson. Á sömu bls. 2. línu
stendur Mrs. A. S. Johnson, en á að vera Mrs. S. E.
Johnson.
Á bls. 49, 24. línu er Guðmundur bóndi á Kal-
mannstjörn talinn vera Einarsson, en á að vera
Eiríksson; það er í þætti Stefáns Jóhannssonar.
í þætti Jóns Sigurðssonar frá Hvalsá í Hrúta-
firði, bls. 54—55, hefir nafn eldri sonarins fallið úr,
hann heitir Victor Arthur, hefir alt af verið í Glen-
boro, er ógiftur, stundar smíðar og algenga vinnu.
í þætti Friðriks Friðrikssonar og konu hans
Guðlaugar Sesselju Pétursdóttir, bls. 55, hefir nafn
Jóhannesar sonar þeirra fallið úr. Hann var fæddur
í Duluth Minn., 28. okt. 1895. Hann er bóndi í
dalnum við Assiniboine ána norðaustur frá Cypress
River, þar sem þeir feðgar áttu landnám, er hann
ógiftur og býr þar með móður sinni, er hygginn
bóndi og vænn maður eins og hann á kyn til.
Almanakið 1937
í þætti Jóns Ólafssonar á bls. 67, er Ekkjufellssel
í Eiðaþinghá talið að vera í S.-Múlasýslu, á að vera
í N.-Múlasýslu.