Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1940, Side 74
74 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
stofna hér deild, og varð hún formlega stofnsett t2.
febrúar 1921, og nefndist deildin “fsland.”
Voru þessir fyrstu embættismenn: Forseti, J.
S. Gillis; Ritari, T. J. Gíslason; Féhirðir, Sigurjón
Bergvinsson; Vara-forseti, T. 0. Sigurðsson; Vara-
ritari, Árni Tómasson. Deildin hefir starfað vel og
er enn í fullu fjöri þrátt fyrir kreppuna, hafa
fundir hennar verið uppbyggilegir og skemtilegir.
Kvenfélagið “Fjólan”
Kvenfélagið var endurreist 6. nóv. 1929 og nefn-
ist nú “Fjólan”. Fyrsta stjórnarnefnd þess var:
Forseti, Ingunn Tómasson (starfaði í 5 ár) ; skrifari,
Lovísa Gíslason; féhirðir, ísfold Ólafsson. Hefir
það félag starfað mikið og er vel vakandi fyrir öllu
því er til hjálpar kann að verða fslendingum sem
eiga eitthvað bágt. Er það enn í fullu fjöri og
engin ellimörk sjáanleg.
Hér að framan má sjá að þessi smáa íslenzka
bygð hefir ekki verið neinn eftirbátur annara bygða
hvað félagslíf snertir, enda átt marga áhugasama og
góða starfsmenn.
LEIÐRÉTTINGAR
við landnámsþætti Brown-bygðar 1939
Á bls. 69—í þætti Helga Jónssonar í næst neðstu
línu stendur: Svartártungu, lesist Snartartungu.
Á bls. 71—í þætti J. H. Húnfjörð í neðstu línu
stendur: Másfelli, lesist Mosfelli.
Á bls. 73—í þætti Sigurjóns Bergvinssonar und-
ir mynd konu hans stendur nafnið: Margrét Jóns-
dóttir, lesist Anna Stefanía Þorkelsdóttir.
Á bls. 75—f síðustu málsgrein stendur: og bú-