Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1940, Side 29
ALMANAK 1940
29
Kona hans var María Árnadóttir Sigvaldasonar
frá Búastöðum í Vopnafirði log konu hans Guðrúnar
Aradóttir, var hún hin mesta myndar kona og mann-
kostum búin eins og hún átti kyn til, hún dó á bezta
aldri, þann 12. okt. 1930. Hefir hann ekki gifst
aftur en barist drengilega fyrir börnum sínum sem
voru ung en eru nú að komast á legg. Eru þau f jög-
ur og öll vel gefin og myndarleg. Nöfn þeirra eru:
1. Henry John; 2. Pauline Evelyn; 3. Emily og 4.
Robert Lloyd. Guðbrandur er fríður maður sýnum
og bezti drengur.
Guðni Jóhannesson var fæddur að Keldunesi i
Norður-Þingeyjarsýslu 11. okt. 1867. Foreldrar
voru Jóhannes Árnason og Ingiríður Ásmundsdóttir
frá Y tra-Álandi í Þistilfirði. Guðni var bróðir
séra Árna Jóhannessonar í Grenivík, sem var nafn-
togaður kennimaður og leiðtogi. Guðni mun hafa
komið vestur um haf skömmu eftir 1890. Hann
var lengi í Glenboro og vann algenga vinnu, héðan
flutti hiann til Winnipeg, hann gekk í herinn í stríð-
iu mikla 1915 og sigldi til Englands, fór hann ekki
á vígvöll en vann við skósmíði, hann kom aftur til
Canada 1919 í árslok, eftir að hann kom var hann
um skeið suður í Bandaríkjunum. Hann var tví-
giftur, hét fyrri kona hans María, ættuð af Austur-
landi en seinni kona hans var af hérlendum ættum.
Hann átti börn en um þau hefi eg ekki upplýsingar.
Guðni er dáinn fyrir okkrum árum síðan.
Guðbjörg Johnson. Hún er fædd á Bónd-hóli í
Borgarfirði, um eða nálægt 1865. Foreldrar hennar
voru Eiríkur Jónsson og kona hans Guðríður Jóns-
dóttir. Hún er búin að vera langa tíð vestan hafs,
hún hefir aldrei gifst. Lengi er hún búin að vera í
Glenboro. Á síðari árum hefir hún búið ein í húsi.
Systir hennar var Helga Bárðarson í Argyle, sem