Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1940, Side 51
SAFN TIL LANDNÁMSSÖGU
ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI
Söguþáttur af landnámi Islendinga
við Brown, Manitoba.
Eftir Jóhannes H. Húnfjörð
FRAMHALD FRÁ 1939
Landnemi S.A.14 12, 1-6V,
Jón Eggertsson Gunnlaugssonar
Bróðursonur Sigríðar Gunnlaugsdóttur (sjá
þátt Sigríðar). Jón kom hingað um 1900, frá Akra,
N. Dak., og tók ofangreint land með heimilisrétti,
og dvaldi hér í bygð fáein ár. Seldi svo landið og fór
aftur til Akra, N. Dak., hvar hann hefir búið síðan.
Jóhannes Árnason
(albróðir ól. Árnasonar)
Jóhannes var fæddur að Bakka í Vallhólmi,
Skagafirði, árið 1853, og ólst þar upp þar til hann
árið 1876, fluttist vestur um haf. Fór hann fyrst
til Nýja-íslands og þaðan skömmu síðar, til Akra,
N. Dak.
Árið 1883 gekk hann að eiga Sigríði Sigurðar-
dóttur, alsystir Ragnheiðar, konu Ólafs bróður síns
(sjá þátt ól. Árnasonar).