Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1940, Side 60
60 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
lönd og bjó til dauðadags. Hann andaðist haustið
1932. Þau hjón áttu saman fjögur börn. Ekkjan
dvelur nú hjá dóttur sinni í grend við LeRoy, Sask.
Sigurður R. Ólafsson
Sigurður Ragnar Ólafsson er fæddur í Álfta-
gerði í Skagafjarðarsýslu, 18. marz 1882. Foreldrar
hans voru bau hjónin Ólafur Árnason og Ragnheiður
Sigurðardóttir (sjá þátt Ól. Árnasonar hér að fram-
an). Með þeim fluttist Sigurður til Vesturheims
árið 1887, sem fyr segir, og hingað ásamt foreldrum
sínum 1899, og vann hér ýmist hjá föður sínum eða
öðrum.
Árið 1905 fór Sigurður ásamt fleiri ungum
mönnum héðan til McKenzie County, N. Dak., og
nam þar land og dvaldi þar jöfnum höndum við
þessa bygð, unz hann seldi landið syðra árið 1911.
Árið 1912 keypti hann A.l/4 S. 24, 1-7 at'
Kristjáni Samúelsson bónda að Garðar, N. Dak., er
Kristján hafði keypt árið 1900, en aldrei búið á.
Byrjaði Sigurður búskap á þeim löndum og hafði
fyrir bústýru Sigríði móðursystur sína (sjá þátt Jó-
hannesar Árnasonar). Þar bjó Sigurður þar til hann
árið 1919, gekk að eiga önnu Sigurbjörgu Helgadótt-
ur Jónssonar (sjá þátt Helga Jónssonar). Um það
leyti seldi Sigurður löndin en keypti aftur NÁ/2 S. 12,
1-6, og hefir búið þar síðan. Þau hjón hafa eignast
9 börn og eru 8 þeirra á lífi, mannvænleg í fylsta
máta. Þau hjón Sigurður og Anna, eru samvalin,
atorkusöm og taka drjúgan þátt í öllu félagslífi
bygðarinnar.
Sigurður er fimleikamaður, sem þeir frændur
fleiri. Var hann einn hinna fremstu í knattleika-
flokki bygðarinnar (One-Six Pickets). Hann er
söngvinn vel og skemtinn. Hann brá sér til íslands
á þjóðhátíðina 1930.