Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1940, Side 23
ALMANAK 1940
23
frá Geirsstöðum á Mýrum; hún var fædd 24. maí
1872, en andaðist í Winnipeg 21. janúar 1936. Þau
hjónin áttu lengst af heima í Saskatchewan, en
fluttust til Winnipeg 1927. Eftirfarandi börn þeirra
eru á lífi, talin í aldursröð: Bertrand, búsettur í ná-
grenni Hudson Bay Junction, Sask.; Victor, í Van-
couver, B. C.; Ottó, í New Westminster, B. C.; Glen,
til heimilis að 811 St. Paul Avenue í Winnipeg; og
Elva, Mrs. Tryggvi Oleson, í Toronto, Ontario, áður
kenslukona við Jóns Bjarnasonar skóla í Winnipeg.
Thelma, andaðist í Winnipeg 1929 — 25 ára.
Jarðarför Gríms fór fram frá Fyrstu lútersku
kirkju í Winnipeg 18. desember s. 1. Sóknarprestur-
inn, séra Valdimar J. Eylands, jarðsöng og kvaddi
hinn látna sæmdarmann með fögrum orðum og mak-
legum.
Grímur Eyford var mikill maður að vallarsýn
og glæsimenni í allri framkomu, glaðlegur í viðmóti
og hinn skemtilegasti í viðtali, enda kunni hann frá
mörgu að segja. Enn þá minisstæðari verður hann
þó vinum sínum vegna hins andlega atgerfis síns.
Hann var, eins og fyrr getur, bókhneigður maður og
hafði margt lesið: einkum unni hann góðum skáld-
skap og kunni á honum glögg skil. Kemur það
Ijóslega fram í grein hans “Humor” (Lögberg, 11.
febrúar 1937). Hún ber því einnig vitni, að hann
var maður prýðisvel ritfær. Sama máli gegnir um
aðrar blaðagreinar hans, t. d. greinina “Kaupfélag
Eyfirðinga 50 ára” (Lögberg, 12. ágúst 1937), sem
hann ritaði undir dulnefninu “Eyfirðingur”. Þar
kemur einnig fram samvinnuhugur hans og samúð
með framsóknarbaráttu alþýðunnar, enda var hann
úr hennar skauti sprottinn. Er einlægur fagnaðar'
hreimur í frásögn hans um velfarnað og umbóta-
starfsemi kaupfélags sveitunga hans, og er auðsætt,
að ræktin til átthaganna kyndir þar undir, eins og
þessar línur bera með sér: “Maður finnur næstum