Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1940, Side 50
50 ÖLAFUR S. THORGEIRSSON:
kunnugum hefi eg það að Skeggjastaðafólkið var í
miklu áliti fyrir dugnað og mannkosti. Stefanía,
systir Steinunnar, var mörgum að góðu kunn hér
vestra, var hún móðir Guðnýjar. Paulson, ekkju
Magnúsar Paulson, um eitt skeið ritstjóra Lögbergs
og frú Stephensen móðir frú Signýar Eaton í Tor-
onto og þeirra systkina. Hét maður hennar Jón
Magnússon og bjuggu þau um eitt skeið í Argyle-
bygðinni.
“Það sem maðurinn sáir, það mun hann og upp-
skera.” Sigbjörn sáði vel og h'ann uppskar vel. Fá-
um hefir farnast betur hér vestra en honum, og
ættlegg hans, fáir hafa verið gæfusamari. Hann
var vel efnum búinn, hann átti myndarleg og gæfu-
söm börn og barnabörn, hann var hraustur og
heilsugóður lengst æfinnar sem var lengri en alment
gerist, — hann átti rólegt og fagurt æfikvöld, var
þakklátur og sáttur við lífið og beið með eftirlöngun
að sigla á hið ókunna haf. Hann hjálpaði mörgum
með góðum ráðum, og gaf mörgum. Það var honum
nautn að láta gott af sér leiða. Það hfefði óhætt
mátt leggja honum þessi orð í munn: “Það er ekki
það sem eg ber úr býtum í lífinu sérstaklega sem
skiftir máli, heldur hitt hvað eg get lagt til, á
hvern hátt eg get auðgað lífið bezt. Það er þýð-
ingarmest.