Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Blaðsíða 26
26 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
skólamentun sína í landi þar, en stundaði síðar
nám í Danmörku og Þýzkalandi. Þar kyntist
hann siðbót Lúthers og gekk henni á hönd, en
ekki hafa þau sinnaskifti hans orðið barátt'
eða sársaukalaust af hans hálfu, ef dæma má,
eins og alt bendir til, eftir frásögninni um það í
Biskups-annálum Jóns Egilssonar (Safn til Sögu
íslands. I, 76-77.). Er sú sögn tekin upp í formála
dr. Sigurðar Nordals að hinni Ijósprentuðu útgáfu
“Odds-testamentis”, er enn mun getið verða.D
Árið 1534 eða 1535 varð Oddur skrifari Ög-
mundar biskups Pálssonar í Skálholti og þar hóf
hann þýðingu Nýja-testamentisins veturinn 1536
—37. Var það sannarlega í mikið ráðist fyrir svo
ungan mann, rúmlega tvítugan; en þó ýms mis-
smíði séu á þýðingunni, þá ber hún, þegar alls er
gætt, fagurt vitni hæfileikum hins unga þýðanda,
lærdómi hans og lifandi trúaráhuga. Nefndan
vetur lauk hann þýðingu Mattheausarguðspjalls,
en vinna varð hann það verk með leynd, því að
Ögmundur biskup var andvígur hinum nýja sið.
Er alkunn frásögnin um það, að Oddur hafi látið
gera sér pall í fjósi að Skálholti, og unnið þar að
þýðingunni. Næstu tvö árin vann hann svo áfram
að þessu starfi sínu, að meginhluta þess á íslandi,
en ekki ólíklega að einhverju leyti í Kaupmanna-
höfn, að því er dr. Jón Helgason biskup hyggur.
(Lesbók Morgunbl., 16. júlí 1933, bls. 215). Hvað
sem því líður, þá er Oddur kominn til Kaupmanna-
hafnar haustið 1539, því að snemma í nóvember
það ár gefur konungur út leyfi sitt til útgáfu þýð-
ingarinnar og er það jafnframt meðmælabréf með
henni.
Nú mætti ætla, að Oddur Gottskálksson, er
D Sjá einnig: Sigurður Nordal: íslenzk Lestrarbók
1400—1900, Reykjavík, 1924, bls. 40—41.