Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Blaðsíða 60
60
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
verið honum tryggur ferðafélagi langa æfi. Var
hjónaband þeirra með afbrigðum gott.
Á lífi eru tvö börn: 1. Thori, býr í föðurgarði,
giftur Vilborgu Hannesardóttir Sigurðssonar og
2. Kristbjörg, gift Kjartani ísfeld, búa þau hjá
gamla manninum í húsi sem hann bygði fyrir sig
er sonur hans tók við búinu. Stjúpdóttir á hann
á lífi, Þóru Guðnýju Wagstaff, sem búið hefir að
Shand Creek, Sask.
Tvær dætur misti hann, aðra i æsku er Helga
Sigríður hét og Guðbjörgu,D fædd 4. okt. 1883 dáin
12 okt. 1935, ógift, mesta myndar stúlka og alkunn
í Argyle-bygðinni og víðar, sem leiðtogi í kristi-
legu starfi og öllum góðum félagsmálum. Við frá-
fall hennar var kveðinn þyngstur harmur að föð-
urnum, því hún var skörungur í öllu sínu starfi
og bestu mannkostum búin, og hann unni henni
mjög, en höfundur lífs og ljóss hefir gefið honum
styrk og þrek til að afbera eldraun tímans og öll
sár sem honum hafa verið slegin. Hann kvartar
aldrei, hann ber sinn harm í hljóði. Slæ eg svo
botninn í með hinni gullfögru visu Stephans G.:
“Þann ferðamann lúðann eg lofa og virði
er lífsreynslu skaflana brýtur á hlið
og réttir svo mannlífsins mannrauna byrði
á margþreyttar axlir og kiknar ei við.”
1) Um Guðbjörgu hefi eg ritað nokkur minningarorð
í “Árdísi” 1937, bls. 17—20.