Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Blaðsíða 42
42 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Sveinn lézt í Blaine árið 1910. Til Blaine flutti
Frímann árið 1902, stofnaði þar verzlun í félagi
með tengdaföður sínum, sem þeir ráku þar til
1907. Seldu þeir þá verzlun þessa. Sama ár byrj-
aði Frímann verzlun á ný — upp á eigin spýtur —
og rak hana í þrjú ár, þá keypti bændaverzlunar-
félag, sem kallaðist Roachdale Inc., verzlunina.
Hjá þvi félagi vann svo Frímann næsta ár. En
þá stofnaði hann verzlun upp á eigin spýtur, og
rak hana enn um skeið.
Konu sína Kristínu misti Frímann árið 1910
frá fimm börnum, öllum ungum. Þau eru: Rós-
björg Sigríður, nú gift til heimilis í Seattle; Helga,
Mrs. Brown, til heimilis í Bellingham; Sveinn
Kristinn, dáinn; Sigfús, heima hjá föður sínum, og
Kristín Anna, Mrs. Buxton, í Seattle.
Árið 1911 kvæntist Frímann seinni konu
sinni, Jósefínu Höllu Jósepsson í Blaine. Foreldr-
ar hennar eru hjónin Steinunn ólafsdóttir og
Magnús Jósefsson (sjá Almanak 1929, bls. 63).
Seinni kona Frímanns er systir Rósu Casper í
Blaine, ekkja Kr. Caspers, sem nefndur var K. N.
Strandabúa. Börn þeirra Frímanns og Jósefínu
Sigfússon eru þessi: Steinunn Margrét, Ólína Aðal-
heiður, Lára Jósefína, Elinora, Lucinda, Magnús
Theodór, William Jennings Vilbur, Frímann,
Sveinn og Kristinn, öll í foreldrahúsum.
Jósefína er ágætiskona eins og hún á kyn til.
Hún reyndist sjúpbörnum sínum, sem sínum
eigin, sem bezta móðir. Má af því marka ágæti
hennar, sem og dagsverkið, sem hún leysir af
hendi — að ala upp og annast þenna stóra barna-
hóp. Betri konu og móðir getur ekki.
Kristín, fyrri kona Sigfússons, er mér og sagt,
að hafi verið ágætis kona, gáfuð í bezta lagi og
framúrskarandi starfskona í félögum þeim er hún
heyrði til. — Vel gefin um flesta hluti, svo ef