Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Blaðsíða 36
36 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
vikinn, hjálpsamur og ráðhollur þeim, sem hans
leituðu. Fjársýslumaður hefir hann og verið,
ella hefði hann ekki verið gerður félagi í verzlun
þeirri, sem hann vann við, þá að öllum líkindum
félítill. Uppeldi barnanna ber og vott um það, að
vel var heimilið haldið. Bæði voru þau hjón fé-
lagslynd og hjálpsöm íslenzkum félagsskap heima
fyrir og annarstaðar. Sigríður var drotningin á
heimili sínu, engu síður en móðir og eiginkona,
sem hvorttveggja fór henni vel. Heimili þeirra
hjóna var gott heimili í öllum skilningi, og land-
nám barna þeirra í menningar-skilyrðum þessa
lands er á traustum grundvelli bygt.
Jón Gíslason Lyng er fæddur 1. júlí 1876 á
Hnappadalsvöllum í öræfum, í Austur-Skafta-
fellssýslu. Faðir hans var Jón Gísli Jónsson á
framannefndum bæ. Faðir hans, Jón Arason á
Eystrahrauni, Jónssonar prests Einarssonar á
Skinnastað í Þingeyjarsýslu, Einarssonar prests
Nikulássonar á sama stað, Nikulássonar bónda á
Héðinshöfða. Móðir Jóns Gíslasonar Lyng var
Guðný Eiríksdóttir, ættuð úr Skaftafellssýslu.
Guðný var systir Ingimundar Eiríkssonar á Sörla-
stöðum í Seyðisfirði — getið í óðni jan.—ág.
1929. — Jón misti móður sína þegar hann var 8
ára að aldri. Fór þá til Ingimundar móðurbróðir
síns og var hjá honum næstu átta ár. Eftir það
vann hann á Seyðisfirði — oftast á sjó. Árið 1904
fór hann vestur um haf og var eitt ár í Winnipeg.
Þaðan fór hann til N. Dak. en var þar skamma
hríð. Vestur að hafi fluttist hann árið 1905,
settist að í Bellingham og hefir verið þar síðan.
Kona Jóns G. Lyng er Björg Kristín Jóns-
dóttir Jónssonar ríka í Lönguhlíð og Jóhönnu
Jónsdóttir, komin af hinum nafnkunnu Hjálm-
staðasystrum í Eyjafirði. Björg er systir Sigtýrs
Johnson (sjá Almanak 1929, bls. 39). — Björg er