Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Blaðsíða 67
ALMANAK 1941
67
í Breiðdal til móðurbróður síns Jóns Jónssonar er
bjó á Gilsárstekk, er kallaður var Jón ríki, mesti
afburða maður og valmenni.D Kom hann til Vest-
urheims á fyrstu árum Islendinga, var fyrst í Nýja
íslandi en bjó síðar lengi í Argyle-bygð. Kona
hans var Guðný Sigurðardóttir, föðursystir Sig-
urðar sem hér um ræðir. Fluttist Sigurður með
þeim hjónum til Vesturheims 1876, komu þau
vestur með stóra hópnum svokallaða. Jón
var vikingur að burðum og karlmensku og stjórn-
aði hann einum bátnum, sem flutti þennan ís-
lenzka hóp ofan Rauðará og Winnipeg-vatn norð-
ur að Gimli. Var það svaðilför, því báturinn og
útbúnaður var ekki hinn besti, en með heilu og
höldnu náði hópurinn landi á Gimli eða þar í
grendinni.
I Nýja-íslandi var Sigurður eitt ár, fór þá í
atvinnuleit til Winnipeg og komst í vist hjá bónda
vestan við borgina og var þar í 2 ár, stundaði þá
um skeið algenga daglaunavinnu i Winnipeg.
Árið 1882 tók hann heimilisréttarland í
Argyle-bygð, skamt fyrir norðan þar sem Baldur
þorpið er núna, bygði á því hús um haustið og
dvaldi þar veturna 1883—4 með móður sinni,
en vann á sumrin í Winnipeg. Um haustið 1884
giftist hann Önnu Vilheimínu Vilhjálmsdóttir frá
Breiðavaði í Húnavatnssýslu. Móðir hennar var
Valdís Guðmundsdóttir frá Krossum í Staðarsveit
í Snæfellsnessýslu, giftist hún síðar Símoni Sím-
onarsyni frá Breiðstöðum í Gönguskörðum í
Skagafjarðarsýslu, er lengi var gildur bóndi í
1) Jón var faðir Guðrúnar konu Árna Sveinssonar frá
Tungu í Fáskrúðsfirði, er héraðshöfðingi var í Argyle-
bygð langa tíð, og þeirra systkina.