Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Blaðsíða 41
ALMANAK 1941
41
var ein af þrettán systkinum, sem nú munu flest
látin. Einn af bræðrum hennar var Sigurður —
látinn í Biaine 18. júlí 1931, og þá getið að nokkru,
sem og ættmenna hans í Heimskringlu litlu síðar.
Jóhanna var með foreldrum sínum til fullorð-
insára. Kom vestur um haf, til Pembina N. Dak.,
árið 1900, og þaðan til Bellingham 1905. Giftist
Þórði Andersyni árið 1910, og hafa verið í Belling-
ham síðan. Þau hjón hafa tekið mikinn þátt í
félagslífi Islendinga í Bellingham. Einkum er það
satt um Þórð. í mörg ár hefir hann verið forseti
iestrarfélags þeirra, sem “Kári” heitir, og staðið
framarlega í öllum þjóðlegum og gleðskapar hreyf-
ingum þeirra og oftast, ef ekki æfinlega, verið
forseti á öllum almennum samkomum þeirra.
Hann er þar skörulegur og vel mál farinn. Hanr
er “shingle weaver” (býr til þakspæni), og hefir
Jengst af stundað þá atvinnu. Þau hjón eiga lag-
legt heimili og bú nokkuð. Til þeirra er gott að
koma, ekki síður en annara landa.
Frímann K. Sigfússon er fæddur 4. nóv. 1875
að Bakka á Langanesi í Norður-Þingeyjarsýslu.
Faðir hans var Sveinn Sigfússon, en móðir Kristín
Jónsdóttir, ættuð af Langanesi. Frímann ólst upp
með föður sínum og ömmu — móður Sveins —
Kristínu Jónsdóttur, ættaðri af Langanesi. Þegar
hún lézt árið 1882, flutti Sveinn til Seyðisfjarðar
og Frímann með honum. Þaðan fluttu þeir feðgar
vestur um haf árið 1889, og settust að í N. Dakota;
þar voru þeir næstu tíu árin. Þá fór Frímann til
Pine Valley i Manitoba, setta þar á fót verzlun
og stjórnaði henni hálft annað ár. Á því tímabili
kvæntist hann Kristínu dóttur Kristjáns Rósmann
Casper, sem þá var enn í föðurgarði í Roseau,
Minn. Eftir að Frímann kvæntist, tók hann föður
sinn til sín og voru þeir feðgar saman, þar til