Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Blaðsíða 31
ÍTU-7
SAFN TIL LANDNÁMSSÖGU
ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI
f
Bellingham og Bellingham Islendingar
Eftir Margréti J. Benedictson
Bellingham er höfuðborg Whatcom sveitar
(county) i ríkinu Washington. Borg sú er hér
um bil 96 mílur norður frá Seattle og stendur að
austan og sunnan við Bellingham-f jörð. Sá fjörð-
ur liggur inn úr Puget-sundinu mikla. Fyr meir
voru þar tveir bæir, Fairhaven og Whatcom.
Þessir bæir voru sameinaðir í eitt árið 1903 og þá
fékk hann nafn það sem nú ber hann, n. 1. Belling-
ham, og var kendur við ofannefndan fjörð. En
nafn þetta gaf George Vancouver honum árið 1792
til virðingar við lávarð Bellingham, sem fyrstur
manna fann þann fjörð.
Bellingham var því löglega stofnaður undir
því nafni árið 1903. Hvað langt er síðan hinir
bæirnir mynduðust eða bygð hvítra manna varð
þar fyrst til er ekki vel ljóst. Nú er sagt, að í
Bellingham séu 35,000 manns. Þar er höfn ágæt
og skipaferð mikil, vegna þess að Bellingham er
norðasta sjóborg í þessu ríki, sem teljandi sé.
Strandferðaskip milli Alaska og Californía koma
þar við og flytja fólk og vörur fram og aftur,
norður og suður. Aðal atvinnu veita timbur og
þakspóna myllur. Þar eru og múrsteina og
sements verksmiðjur, dósa og kassaverksmiðj-
ur, niðursuðuhús fyrir lax og ávexti, sykurrófu-
verksmiðja, auk margs annars. Fjórar járnbraut-