Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Blaðsíða 56
56
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
mörgu að segja úr fortíðarsögu íslendinga hér í
álfu.
Jón er fæddur að Nesi í Aðaldal í Þingeyjar-
sýslu 24. marz 1848.1) Bjuggu foreldrar hans,
Guðmundur Gíslason og Sigríður Jónsdóttir lengi
á Hjalthúsum í Aðaldal, og ólst Jón upp á þeim
slóðum til fullorðins ára og reyndi súrt og sætt
í uppvextinum, á hans uppvaxtarárum voru lífs-
kjör manna hörð á þeim slóðum, almenn fátækt,
ilt stjórnarfar og náttúran óvægin þarna á norður-
hjara heims, við hið yzta haf.
Útþráin var sterk í hugum manna sem frelsi
og framsókn unnu fyrir og eftir 1870 og sú þrá
greip Jón heljartökum og hann flutti vestur um
haf 1874, árið sama er þúsund ára sólin rann upp
yfir ættjörðina. Hann var fyrsta árið í Kin-
mount, Ontario, eða þar í grendinni, vann hann
fyrsta veturinn við járnbrautarvinnu fyrir 90c á
dag, um vorið, varð hann vinnulaus og félagar
hans fleiri. Fékk hann þá bændavinnu mánaðar-
tíma og var kaupið $1.00 um mánuðinn, en að
loknu verki gaf bóndi honum $2.00 umfram kaup
og nýjar buxur og treyju. Hafði bóndi þessi vef-
stól og vann fatnað sjálfur, var nafn hans Good-
man og mun það hafa meðfram verið ástæðan
fyrir því, að hann tók Goodmans nafnið en nokkru
hefir ráðið að hann var Guðmundsson. öðlaðist
Jón þarna nokkra reynslu við búnaðarstörf, fékk
margfalt betri laun en hann samdi um, og bóndi
vildi ekki með nokkru móti missa hann. Félagar
hans vildu ekki sinni svona iila launuðu starfi og
lágu því uppi og eyddu því sem þeir voru búnir að
vinna fyrir.
1) í manntalsbók séra Friðriks Hallgrímssonar er
Jón talinn fæddur 24. marz 1849, en Jón telur áreiðanlegt
að hann sé fæddur eins og hér er skýrt frá.