Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Blaðsíða 33
ALMANAK 1941
33
mér að taka eftirfylgjandi kafla upp úr bréfi frá
manni, sem lengi hefir verið og er enn í Belling-
ham og því þessu vel kunnur. Hann segir: “Lestr-
arféiagið Kári var stofnað 14. mars 1914. Hvatr
meður þess var hr. M. Goodman, og var það
myndað á hans góða heimili með 40 meðlimum.
Nú í dag höfum við 36 meðlimi og er það býsna
gott, þar sem aðeins 14 eru eftir af stofnendum
þess. Sumir hafa flutt burtu, en flestir dánir og
skarð sumra þeirra verður seint fylt. Við eigum
fallegt bókasafn. En því miður get eg ekki sagt
núna, hvað margar bækur eru í þvi. Þetta er
eina félagið, sem stofnað hefir verið meðal ís-
lendinga í Bellingham.” — Svo hljóðar þessi kafli.
Hr. M. Goodman, sem hér er átt við, er Guðmund-
ur E. Goodman, góður drengur og merkur maður
— getið snemma í þessum þætti. “Mundi” var
hann alment kallaður. Lestrarfélag þetta starf-
aði vel, stóð fyrir flestum eða öllum samkomum i
Bellingham, sem nokkurs var um vert. Forseti
félagsins hefir lengst og oftast verið hr. Þórður
Anderson, einnig getið í þessum þætti. Hefir
hann lengi verið í Bellingham — var einn af stofn-
endum Kára og því félagsmálum íslendinga þar
vel kunnugur.
ÍSLENDINGAR í BELLINGHAM
John W. Johnson er fæddur árið 1867, að
Steinstóft í Holtahreppi í Rangárvallasýslu. For-
eldrar hans voru hjónin Vigfús Jónsson Þórðar-
sonar bónda Oddsonar frá Eyði-Sandvík, og Sess-
elja Guðmundsdóttir, sem þá bjuggu á ofannefnd-
um bæ. Þriggja ára misti Jón (John) föður sinn,
og óist eftir það upp hjá föðurbróður sínum, Jóni
Jónssyni að Ægisíðu í sömu sveit og konu hans,
Jórunni Jónsdóttur, þar til hann var 18 ára. Fór
hann þá til Eyrarbakka. Þar kvæntist hann