Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Blaðsíða 102
102
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Sayreville, N. J.,; eftir sex ára dvöl þar fluttist hann
til Winnipeg og átti þar heima til dauðadags.
1. Thomas Freysteinsson (Fraser), í Oregon City, Ore.
Hann var sonur Freysteins Jónssonar, er lengi bjó í
grend við Churchbridge, Sask. Thomas átti lengi
heima í Winnipeg og tók mikinn þátt í íslenzkum fé-
lagsmálum.
2. Kristin Bergsdóttir, í Piney, Man., aldurhnigin. Ættuð
úr Austur-Skaftafellssslu.
4. Ben. B. Bjarnason, í Vancouver, B. C. Fœddur 28. jan.
1859.
6. María Þóra Sigurðsson, kona Tómasar Sigurðsson, að
heimili sínu í grend við Steep Rock, Man. Fædd í
Riverton, Man., 12. apríl 1880. Foreldrar: Halldór
Jónsson og Ingibjörg Jónatansdóttir, sem komu frá
íslandi 1876 og settust að í Riverton.
10. Björg Kristjánsson, ekkja Benedikts Kristjánssonar,
fyrrum bónda á Finnsstöðum við Riverton, Man., að
heimili George Sigurðsson og konu hans þar í bygð,
rúmlega 82 ára að aldri. Fædd að Efranesi i Borgar-
firði. Foreldrar: Auðunn Nikulásson og Helga Gests-
dóttir.
12. Sesselja Guðbjörg Guðnadóttir Þorleifsson, að heimili
sonar síns og tengdadóttur i Langruth, Man. Fædd
13. jan. 1851 að Haga í Grímsnesi i Árnessýslu. For-
eldrar: Guðni Tómasson og Hólmfríður Magnúsdóttir.
Guðbjörg var ekkja Ólafs Þorleifsson (d. 1934) frá
Svartagili í Þingvallasveit. Fluttust til þessa lands
188?, en bjuggu áður á Tungufelli í Lundareykjadal.
12. Daníel Sigurðsson, að heimili sonar síns, Sigurðar
Holm, að Lundar, Man., 94 ára gamall. Fæddur að
Tjaldabrekku í Hraunhreppi. Fluttist vestur um
haf 1894 og nam land við Otto, P. O., Man.
13. Bergþór Thordarson, fyrrum bæjarstjóri á Gimli, Man.,
á Johnson Memorial sjúkrahúsinu þar í bæ. Fæddur
í Árnabrekku í Mýrasýslu 27. febr. 1866, en kom vest-
ur um haf 1884.
15. Magnús Björgvin Ásmundsson, í Selkirk, Man., 47 ára
að aldri. Fæddur að Geysir, Man., en fluttist fjögra
ára gamall til Selkirk með foreldrum sínum.
18. ólína Hallgrímsdóttir Johnson, ekkja Páls Jónssonar
frá Lundabrekku, að heimili sínu í Wynyard-bygð,
Sask. Fædd 3. okt. 1860 að Fremsta-Felli i Köldukinn
í Suður-Þingeyjarsýslu. Foreldrar: Hallgrímur Ólafs-
son og Sigríður Jónsdóttir, er fyrst bjuggu í Grjótár-