Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Blaðsíða 91
ALMANAK 1941
91
arprestur. Söfnuðurnir í nyrðra prestakalli Nýja
íslands stóðu að þessari ánægjulegu samkomu.
15. sept.—Veglegur minnisvarði yfir Kristján
N. Júlíus kímniskáld afhjúpaður með viðhafnar-
mikilli athöfn við Eyford-kirkju í N. Dak., að við-
stöddum miklum mannfjölda. Þjóðræknisdeildin
“Báran” að Mountain cg Garðar átti frumkvæðið
að byggingu minnisvarðans, en fé til hans var
safnað með almennum fjárframlögum íslendinga
í Canada og Bandaríkjunum. Tveir listamenn í
íslenzku bygðinni i N. Dak., þeir Kristinn Ármann
og G. B. Olgeirsson, höfðu alla umsjón með bygg-
ingu minnisvarðans, sem hlotið hefir alment lof.
28. sept.—Minst sextugsafmælis séra K. K.
Ólafson, forseta Kirkjufélagsins lúterska. Tuttugu
og fimm ára giftingarafmæli þeirra séra Kristins
og frú Friðrikku, 2. nóv., einnig haldið hátíðlegt
með miklum mannfagnaði í heimaborg þeirra,
Seattle, Wash.
Okt.—Hið Lúterska Kirkjufélag íslendinga í
Vesturheimi formlega tekið inn í kirkjusambandið
The United Lutheran Church in America á þingi
þess í Omaha, Nebraska (9.—16. okt.). Fulltrúar
Kirkjufélagsins á þinginu voru þeir séra K. K.
Óiafson, forseti þess; séra Valdimar J. Eylands og
dr. B. J. Brandson, Winnipeg, og Victor Sturlaugs-
son, Langdon, N. Dak.
Okt.—Þingkonan Salóme Haildórsson, M.L.A.,
endurkosin formaður Social Credit stjórnmála-
flokksins í Manitoba á ársþingi hans í Winnipeg.
Okt.—Kom út í hinu velmetna bókmentariti
Poet Lore, í Boston, Mass., prýðileg ensk þýðing
af Galdra-Lofti Jóhanns Sigurjónssonar eftir
skáldkonuna Jakobínu Johnson í Seattle, Wash.
20. okt.—Séra Helgi I. S. Borgfjörð, er undan-
farin ár hefir gengt prestsstörfum í Halifax, hóf
starf sitt hjá Únitarasöfnuðinum í Ottawa.