Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Blaðsíða 86
86 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
lokaþáttinn í 27 ára sögu skólans, sem er um
margt hin merkasta. Að örfáum árum undan-
teknum hefir séra Runólfur Marteinsson verið
skólastjórinn frá byrjun.
Maí—Gunnar B. Björnsson, skattstjóri í Min-
neapolis, Minn., þiggur heimboð til íslands af
hálfu íslenzku stjórnarinnar og fór frú hans með
honum í þá frægðarför. Hafði honum verið boðið
árið áður, en orðið að hafna boðinu að því sinni.
Hann var aðalræðumaður á Vestmannadeginum,
er haldinn var í Reykjavík. Þau hjónin komu úr
förinni snemma í ágúst.
Maí—Baldur Hannes Kristjánsson (sonur
Hannesar kaupmanns Kristjánsson á Gimli og
konu hans) veitt $600.00 námsverðlaun í hagfræði
(Agricultural Economics) í Polytechnic Institute,
Blacksburg, Virginia, í Bandaríkjunum. Hafði
hann haustið áður, að afloknum ágætisprófum við
Manitoba háskóla, hlotið námsstyrk, er veitti
honum aðgang að fyrnefndri mentastofnun.
Maí—Kom út í Toronto bókin Two Ways of
Life (Tvennskonar Lífsstefnur), eftir W. J. Líndal,
K.C., lögfræðing í Winnipeg; hefir hún vakið at-
hygli og hlotið lofsamlega dóma canadiskra stór-
blaða.
10. júní—Árni Helgason, verksmiðjustjóri í
Chicago, sæmdur doktors-nafnbót í visindum af
Landbúnarháskólanum (State Agricultural Col-
lege) í Fargo, N. Dak., en hann lauk þar námi í
verkfræði árið 1924.
11. júní—Þessir íslendingar útskrifuðust frá
háskólanum í Norður Dakota:
Bachelor oí Arts:
Jóhann Kristinn Benson (frá Upham)