Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Blaðsíða 108
108
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Einar Ólafsson og Una Jónsdóttir. Kom vestur um
haf 1903.
16. Valgerður Thordarson, að heimili systurdóttur sinnar
í Winnipeg, Man. Fœdd að Árnabrekku í Borgar-
hreppi í Mýrasýslu 4. ágúst 1872. Foreldrar: Þórður
Guðmundsson og Bergþóra Kristín Bergþórsdðttir.
Kom til Vesturheims með manni sínum, Árna Þórðar-
syni (d. 1911) árið 1897; hann var ættaður úr Garði.
18. Ingibjörg Arnveig Sigfúsdóttir Johnson, að heimili
sínu í Brown, Man. Fædd á Hólmi i Skagafirði 26.
nóv. 1861. Fluttist vestur um haf með foreldrum sin-
um 1876. Maður hennar, Jónas Magnús Johnson, dó
á Gimli, Man., árið 1930.
19. Björgvin Jónsson Vestdal, að heimili sínu í grend við
Wynyard, Sask. Fæddur á Gestreiðarstöðum í Jökul-
dal í Norður-Múlasýslu 14. nóv. 1885. Foreldrar: Jón
Vestdal og Anna Kristrún Gunnlaugsdóttir. Fluttist
til Ameríku með foreldrum sínum 1904.
20. Guðmundur Ölafsson, að heimili sínu í Hólarbygðinni
í grend við Tantallon, Sask. Fæddur að Firði í Mjóa-
firði í Suður-Múlasýslu 7. okt. 1867. Fluttist vestur
um haf 1887. Kona hans, Sigríður Valgerður Jóns-
dóttir, dó 1936. Guðmundur var bróðir Sveins Ólafs-
sonar alþingismanns.
24. Kristín Soffía Jónsson, að heimili Björns sonar síns
norðanvert við Riverton, Man. Fædd 23. sept. 1865.
Foreldrar: Baldvin Guðmundsson og Elín Gísladóttir,
er bjuggu síðast á Hringsstöðum í Hjaltastaðaþinghá
í Norður-Múlasýslu. Kom til Ameríku 1893.
25. Magnús Davíðsson, í Winnipeg, Man. Fæddur á
Hofstöðum í Álftaneshreppi í Mýrasýslu 25. okt. 1854.
Foreldrar: Guðrún Sigurðardóttir og Davíð Jóhannes-
son. Fluttist hingað til lands 1901.
25. Ármann Jónasson, í Riverton, Man., 79 ára að aldri.
Þingeyingur að ætt, og hétu foreldrar hans Jónas
Ólafsson og Margrét Magnúsdóttir. Kona hans Ósk
Guðmundsdóttir (d. 1917) var ættuð úr Eyjafirði; þau
komu vestur um haf 1893.
26. Friðrik Hanson, á Grace sjúkrahúsinu í Winnipeg,
Man. Fæddur 7. maí 1864 á Kárastöðum í Húna-
vatnssýslu. Foreldrar: Hans Jóhannsson og Nátt-
fríður Jónsdóttir, en móðir Náttfríðar var Bóthildur
Arngrimsdóttir lögsagnara á Melstað í Miðfirði. Frið-
rik kom frá íslandi til Canada fyrir 47 árum síðan og
var altaf til heimilis í Winnipeg.