Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Blaðsíða 112
112
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
20. Steinunn Ölafsdóttir Jósepsson, kona Magnúsar Jó-
sepssonar, að heimili sinu i Blaine, Wash., 87 ára aö
aldri. Hafa þau hjón átt þar heima í 36 ár.
21. Ingibjörg Sveinsdóttir Magnússon, kona Magnúsar
Magnússonar útgerðarmanns að Eyjólfsstöðum við
Hnausa, Man., 66 ára að aldri. Ættuð úr Borgarfirði
og mun hafa komið til Vesturheims 1895.
22. Stefanía Magnúsdóttir Benson, að heimili sinu í Sel-
kirk, Man. Fædd að Áslaugarstöðum í Vopnafirði 9.
sept. 1849. Foreldrar: Magnús Rafnsson og Katrín
Sveinsdóttir. Fluttist vestur um haf 1893 með manni
sínum, Sigbirni Ásbjörnssyni Benson (d. 1921).
23. Guðjón Jockson, að heimili sínu í Grand Forks, N.
Dak., á sjötugsaldri. Fæddur á Hámundarstöðum í
Vopnafirði. Foreldrar Guðvaldi Jónsson (Jackson) og
Kristín Þorgrímsdóttir. Fluttist ungur vestur um haf
með foreldrum sínum árið 1888.
23. Stefán (Árnason) Anderson, að heimili sinu við Otto,
Man. Fæddur að Mið-Hvammi i Suður-Þingeyjar-
sýslu 28. okt. 1883. Foreldrar: Árni Kristjánsson og
Guðbjörg Guðmundsdóttir. Kom til Ameríku 1903.
28. Guðrún Klemensdóttir Backmann, að heimili tengda-
sonar síns og dóttur, John Stefánsson og konu hans, í
Blaine, Wash. Fædd 16. jan. 1868, ættuð úr Reykja-
vík. Maður hennar, Árni Erlendsson Backmann, lézt
1923.
31. Þórdís Vigfúsdóttir Isdal, kona Þ. G. ísdal að White
Rock, B. C., á hjúkrunarhúsi (Nursing Home) í Van-
couver, B. C. Fædd 27. júli 1867 á Flatey á Mýrum í
Austur-Skaftafellssýslu. Foreldrar: Vigfús Sigurðsson
og Þórey Bjarnadóttir. Fluttist vestur um haf 1903.
31. Sigurður Vilhjálmsson skósmiður, að heimili sínu i
Winnipeg, Man. Fæddur 2. júlí 1856 á Mýrnesi í
Eiðaþinghá í Fljótsdalshéraði i Norður-Múlasýslu.
Foreldrar: Vilhjálmur Marteinsson og Ragnhildur
Pálsdóttir.
I okt. Magnús Jónsson, í Winnipeg, Man. Ættaður frá
Hjarðarfelli, 61 árs að aldri.
NÓVEMBER 1940.
4. Grímur Laxdal, fyrrum verzlunarstjóri á Vopnafirði,
bróðir Jóns Laxdal tónskálds, að heimili téngdasonar
síns og dóttur, dr. Sveins E. Björnsson og Marju konu
hans, í Árborg, Man. Grimur, er var 76 ára að aldri,
var ættaður af Akureyri og kom vestur um haf 1907.