Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Blaðsíða 81
ALMANAK 1941
81
mennirnir Ásgeir Ásgeirsson, Jónas Jónsson og
Thor Thors kosin heiðursfélagar í Þjóðræknis-
félaginu.
1. marz—Tuttugu og fimm ára afmælis hins
vinsæla elliheimilis “Betel” að Gimli minst með
tilkomumikilli samkomu í Fyrstu lútersku kirkju
í Winnipeg. Samdægurs var afmælið einnig há-
tíðlegt haldið á sjálfu elliheimilinu.
18. marz—Stefáni Einarssyni, ritstjóra Heims-
kringlu, og konu hans Kristínu Guðmundsdóttur
haldið fjölment samsæti í Goodtemplarahúsinu í
Winnipeg, í tilefni af 25 ára giftingar-afmæli
þeirra.
19. marz—Söngkonan frú Rósa Hermannsson-
Vernon frá Toronto (áður til heimilis í Winnipeg)
hélt söngskemtun við hinn bezta orðstír í Fyrstu
lútersku kirkju i Winnipeg, undir umsjá Jón Sig-
urðssonar félagsins. Tvær systur söngkonunnar,
frú Björg ísfeld og frá Ásta Hart, aðstoðuðu hana
með ágætum slaghörpu- og fiðluleik.
23. marz—Tuttugu ára afmæli Thorkelsson-
verksmiðjunnar í Winnipeg haldið hátíðlegt. —
Stofnandi fyrirtækisins, Soffonías Thorkelsson,
tilkynnir, að sonur hans, Paul Thorkelsson, verði
nú aðalframkvæmdarstjóri félagsins.
26. marz—Joseph T. Thorson, K.C., sambands-
þingmaður, endurkosinn með yfirgnæfandi meiri-
hluta í Selkirk-kjördæmi.
26. marz—Soffonías Thorkelsson, verksmiðju-
stjóri og þáverandi forseti þjóðræknisdeildarinnar
“Frón” í Winnipeg, kvaddur með samsæti á St.
Regis gistihúsinu, áður en hann leggur af stað í
íslandsferð til langdvalar á ættjörðinni.