Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Blaðsíða 93
MANNALÁT
FEBRÚAR 1939
10. Berglaug Guðmundsdóttir Ölafsson, í Glenboro, Man.,
ekkja Tryggva Ólafsson. Fædd að Flögu í Þistilfirði
25. jan. 1854. Foreldrar: Guðmundur Jónsson og
Guðrún Jónsdóttir. Fluttist vestur um haf 1882. (Sjá
Almanak 1935).
MARZ 1939
13. St. Gilbertson (Sturlaugur Guðbrandsson), að heimili
dóttur sinnar, Hólmfríðar Leland, í Minneota, Minn.,
88 ára að aldri. Kona hans, Áslaug, dó fyrir nokkrum
árum. Sturlaugur var móðurbróðir Dr. B. J. Brandson
i Winnipeg.
MAt 1939
25. Mrs. G. S. Sigurdson (Sigríður Jóakimsdóttir) í Minot,
N. Dak. Fædd að Syðri-Tungu á Tjörnesi 18. sept.
1844. Fluttist vestur um haf með manni sínum,
Guðna Stefáni Sigurðsson (d. 1909), árið 1878. Voru
þau meðal brautryðjenda í Minneota-nýlendu tslend-
inga í Minnesota og áttu þar heima til 1903, síðar í
Charlson, N. Dak.
30. Stefanía Matthíasson, að heimili sínu i grend við
Garðar, N. Dak. Fædd 17. sept. 1875, í Dane County,
Wisconsin í Bandaríkjunum. Foreldrar: Kristinn
Ólafsson og Katrín ólafsdóttir, bæði úr Eyjafirði.
Meðal barna hennar er Matthías tannlæknir í Ran-
dolph, Wisconsin.
ÁGÚST 1939
6. Halldóra Sveinsdóttir Eiríksson, í Minnewakan, Man.
Fædd á Geirlandi á Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu
árið 1881. Foreldrar: Sveinn Davíðsson og Gróa
Magnúsdóttir. Kom til Vesturheims 1904.
SEPTEMBER 1939
29. Guðrún Guðmundsdóttir Thorvarðsson, í Minneapolis,
Minn., ekkja Arna Thorvardsson frá Kalastöðum á
Hvalfjarðarströnd. Fædd í Skagafirði 10. okt. 1857;
kom til Vesturheims af Akureyri árið 1881.