Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Blaðsíða 63
ALMANAK 1941
63
þínum hlut, þá eru þér allir vegir færir, segir
Kipling. Þennan óbilandi vilja áttu frumherjarnir
og Guðmundur Norðmann átti sinn hlut af hon-
um. Hörkuvinna, harðrétti, allar leiðir ófærar,
bugaði hann ekki, það stælti viljann og vöðvana
og knúði hann fram til sigurs og sjálfstæðis.
Árið 1876 flutti Guðm. til Nýja Islands. Það
haust og vetur vann hann við vegagerðina gegn-
um Nýja-ísland, útvegaði hann verkamenn, hafði
bókhald á hendi fyrir verkstjórann og túlkaði fyrir
landa sína, því hann var farinn að komast niður i
málinu. Hann giftist 1877 og bjó skamma stund
á Flæðivöllum og Grímsstöðum í Víðinesbygðinni.
Til Argyle-bygðar flutti hann vorið 1881, var
því einn af fyrstu landnámsmönnum þar. Þar
náði hann sér niðri, þar lifði hann sína blómatíð,
þar náðu æskudraumar hans að rætast.
Hann nam land við austurtakmörk Argyle-
sveitar nokkrar mílur suður og lítið eitt vestar en
þar sem nú er Cypress River þorpið. Bygði hann
á hæð sunnan við sléttuna frjósömu og fögru
sem er í austurhluta Argle-bygðar, er þar gott
skygni og útsýni norður og norðvestur, kunni
hann betur við að sjá til mannaferða um héraðið.
Land hans var allnokkuð eikarskógi vaxið en
honum hraus ekki hugur við að ryðja skóginn
og breyta í akur. Varð hann brátt gildur bóndi
og lagði undir sig fleiri lönd. Bygði hann vel upp
garðinn og varð í tölu þeirra bænda sem í fremsta
flokki stóðu. Guðmundur var dugnaðar maður,
framsýnn, smiður góður og mannlundaður. Vann
hann hart vetur og sumar og efnaðist vel. Hjá
honum gisti eg nótt veturinn 1896. Kom hann
heim um kvöldið í rökkrinu frá Glenboro, sem er
um 15 mílur vegar, hafði hann farið þangað um
daginn með eldiviðar æki og var verðið á corðinu