Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Blaðsíða 101
ALMANAK 1941
101
6. Halldóra Guðmundson (Goodman), ekkja Jóns Guð-
mundson (d. 1927), á elliheimilinu Betel að Gimli,
Man. Fædd 29. des. 1858 að Höskuldsstöðum í
Laxárdal í Dalasýslu; kom vestur um haf 1882.
8. Ingibjörg Guðbrandsdóttir Árnason, við Churchbridge
Sask., á níræðisaldri. Ættuð frá Arnórsstöðum í
Barðastrandarsýslu. Maður hennar var Árni Árnason,
fyrrum verzlunarmaður í Churchbridge.
14. Sigurður M. Melsted, að heimili sínu nálægt Moun-
tain N. Dak., hniginn að aldri. Þingeyingur að ætt
og uppruna, fæddur á Halldórsstöðum í Kinn. For-
eldrar: Magnús Grímson og Elín Magnúsdóttir. Flutt-
ist kornungur til Vesturheims með móður sinni, sem
þá var ekkja.
14. Unglingspilturinn Hallgrimur Páll Anderson. á sjúkra-
húsi í Russel, Sask. Sonur Þorleifs Anderson við
McNutt, Sask.
18. Jón Halldórsson Hall, á Almenna sjúkrahúsinu í Win-
nipeg. Fæddur 5. jan. 1867. Hafði verið vestan hafs í
meir en fimtíu ár.
20. Bjarni Jasonsson, á heimili sínu i Foam Lake, Sask.
Fæddur á Arnarhóli í Flóa í Árnessýslu 25. sept. 1862.
Foreldrar: Jason Eiríksson og Guðbjörg Goðsveins-
dóttir. Fluttist vestur um haf eitthvað hálfþrítugur.
22. Gísli Brynjólfsson, að heimili sínu í Winnipeg, Man.,
42 ára að aldri. Fæddur á Skjöldólfsstöðum í Breið-
dal í Suður-Múlasýslu. Foreldrar: Brynjólfur Björg-
ólfsson og Þórunn ólafsdóttir.
25. Sólveig Kristjánsdóttir Johnson, að heimili sonar síns,
Kristjáns Johnson, í Crest, Sask. Fædd 1857 að Odd-
stöðum í Lundarreykjadal í Borgarfjarðarsýslu. For-
eldrar: Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Guðlaug Jóns-
dóttir. Fluttist til Vesturheims með manni sínum,
Birni Johnson (d. 1932), árið 1886.
29. Lárus Guðmundsson, að Gimli, Man., fyrrum ak-
týg.iasmiður í Árborg. Fæddur að Elliðaá í Staðar-
sveit árið 1853, en fluttist vestur um haf til Canada
1887. Meðal barna hans eru skáldkonan Laura Good-
man Salverson í Winnipeg og Hjörtur Lárusson
hljómsveitarstjóri í Minneapolis, Minn.
MAl 1940
1. Gunnar Sigurðsson, fyrrum kjötverzlunarmaður, varð
bráðkvaddur í Winnipeg, Man., fullra 66 ára að aldri.
Hann kom foreldrum sínum vestur um haf 1887 til