Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Blaðsíða 39
ALMANAK 1941
39
Magnús og Hildur voru fyrstu búskaparár
sín í Selkirk. Þar vann Magnús á sögunarmyllu
Robinsons og varð þar formaður. Árið 1906 fluttu
þau hjón til Bellingham og hafa verið þar mest
af tímanum síðan. Þar hefir Magnús starfað á
sögunarmyllu í 20 ár og verið vélastjóri.
Börn hafa þau hjón átt fjögur. Þau eru:
Benedikts Tryggvi, kvæntur hérlendri konu. Hann
á heima í Fillipisku eyjunum. Þar rekur hann þá
vinnu, að annast alfar sagir (head filer) á
sögunarverkstæði. Ethel May er gift hérlendum
manni og búsett í Seattle. Daniel Gordon Ross,
kvæntur konu af þýzkum ættum — einnig “head
filer” á sögunarmyllu — búsettur í Bellingham,
og Richard Grunvall kvæntur norskri konu, skóla-
kennari á Puget Island, Washington. Auk eigin
barna sinna hafa þau hjón Magnús og Hildur alið
upp stúlku þá, er Florence heitir, nú gifta hér-
lendum manni og til heimilis í Everett, Washing-
ton. Um ætt hennar vitum vér ekki.
Tveir synir þeirra hjóna, Benedikt og Ross
voru í stríðinu mikla, báðir í Flughernum (The
Royal Flying Corps); einnig tveir bræður Hildar.
þeir Halldór Thorleifur og Jón ólafui’, voru í því
stríði. Jón var tvö ár og kom ómeiddur, hinn
“shell shocked” og hefir enn ekki náð sér. Þeir
eiga heima í Prince Rupert, B. C. Auk þeirra
bræðra átti Hildur systur, sem Sigríður heitir.
Hún er í Minneapolis, Minn.
Þetta sýnir skaplyndi þeirra frænda — skei’-
ast hvergi úr leik, þó um hættur og örðugleika sé
að ræða. Enda er þetta fólk alt dugandi fram-
sóknarfólk, og bjargráðmenn með afbrigðum. -—
íslendingum til sóma hvar sem er.
Þórður Anderson (Einarsson Þórðarsonar frá
Húsatóftum, af Bólholts-ætt svonefndri, sem er